Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

„Ég beini því stíft til fólks að taka stöðuna alvarlega“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmis áhugaverð ummæli féllu í vikunni. Mannlíf tók nokkur saman.

„Ég kalla eftir því að næsti aðgerðarpakki stjórnvalda verði í þágu fatlaðs og langveiks fólks. Að öryrkjum verði tryggð mannsæmandi framfærsla. Það væri sannarlega hægt að hrósa fyrir slíkan aðgerðarpakka sem settur væri fram til að verja jaðarsetta hópa sem veikast standa í okkar samfélagi.“
– Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.

„Þar sem Alþingi er ekki að vinna á fullum afköstum væri þá ekki eðlilegt að laun þessa fólks væru lækkuð í hlutfalli við vinnuframlag og þessir einstaklingar myndu fá greitt samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um greiðslur atvinnuleysisbóta? Þá myndi hver og einn taka þátt í þessari krísu sem þjóðin er að ganga í gegnum og taka á sig launalækkun. Það myndi undirstrika það að við eru öll saman í þessu.“
– Tómas Andrés Tómasson, einnig þekktur sem Tommi á Búllunni, spyr hvort þingmenn taki ekki á sig launalækkun vegna COVID-19.

„Ég er formaður í stéttarfélagi verkafólks og láglaunafólks og þekki bara mjög vel hvernig er að vera láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði og það að einhver hálaunakarl grípi í moppuna, það kemur mér og mínu félagsfólki bara ekkert við.“
– Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefur lítið fyrir það þótt Elliði Vignisson, sveitarstjóri í Ölfusi skúri leikskóla á meðan verkföllum Eflingarfólks stendur.

„Ég beini því stíft til fólks að taka stöðuna alvarlega, í þessum fordæmalausu aðstæðum sem þjóðin er í og því ítreka ég að mér finnst að hún megi skammast sín.“
– Elliði Vignisson segir Sólveigu Önnu ekki lesa rétt í aðstæður. Hún sjái ekki hættuna sem stafi af COVID-19. Skynsamlegra sé að bíða með kjaraviðræður og verkföll þar til veiran sé um garð gengin.

„Sá Íslendingur sem dreifir smiti, vitandi að hann ætti að vera í sóttkví, eða fer óvarlega og gegn fyrirmælum yfirvalda, hefur enga afsökun. Sá hinn sami gæti leitt af sér 1.000 smit – og e.t.v. 7 dauðsföll.“
– Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar.

- Auglýsing -

„Ég er til dæmis þeirrar (réttu) skoðunar að tómatur eigi ekki heima á hamborgara. Í alvöru, hann passar ekkert inn í. Þetta er bara eins og að setja sinnep út á kókópöffs. Hvað er að fólki? Hver setur sinnep á kókópöffs?“
– Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata á Twitter, í viðleitni til að tala um eitthvað annað en kórónuveiruna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -