Jarðskjálfti upp á 3,4 varð um klukkan hálf fimm í nótt en upptökin voru um fimm kílómetnum norðvestur af Grindavík. Skjálftinn hefur enn ekki verið yfirfarinn af Veðurstofunni en skjálftahrina hófst á svæðinu í gær. Þá mældist skjálfti af stærðinni 3,6 norðvestur af Þorbirni í gærkvöldi en mbl.is fjallaði um málið í morgun.
Rætt var vð Minney Sigurðardóttur, náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem sagði í samtali við mbl að skjálftavirknin væri enn umtalsverð. Þá hafa um 800 skjálftar orðið á svæðinu frá miðnætti. Ekki liggur fyrir hvort búast megi við enn einu gosinu en töluverð skjálftavirkni mældist á svæðinu áður en hvert gost hófst.