Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

17 mánaða stúlka lést eftir árás fjölskylduhundsins

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

17 mánaða stúlka, Bella-Rae Birch, lést af sárum sínum eftir árás hunds á heimili sínu í St. Helens í Bretlandi. Fjölskyldan hafði fengið sér hundinn aðeins viku fyrir árásina Ekki er vitað með vissu hvaða tegund hundurinn var en nágranni fjölskyldunnar telur hann hafa verið annað hvort af tegundinni Pitbull Terrier eða Staffordshire Bull Terrier.

Lögregla fékk tilkynningu um árásina rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Fjöldi lögreglubíla voru kallaðir út þegar í ljós kom hversu alvarlegt málið væri. Reynt var að endurlífga stúlkuna en hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi.

Nágrönnum fjölskyldunnar var mjög brugðið, enda er hverfið talið öruggt og lítið sem ekkert um glæpi eða svona stór slys á svæðinu. Nokkrir sáu móður stúlkunnar gráta og öskra fyrir utan húsið. Fjölskyldan var vel liðin af nágrönnum og sögð vinaleg, litla stúlkan var sögð glaðleg og skemmtileg.

Hundurinn var svæfður og er nú rannsakað hvort að um ólöglega blöndu af tegundum sé að ræða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -