Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Evgenía prinsessa á von á sínu öðru barni: „Ágústi hlakkar mjög mikið til að verða stóri bróðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Evgenía prinsessa, dóttir Andrésar, er ólétt að sínu öðru barni.

Prinsessan og eiginmaður hennar, Jack Brooksbank eiga von á sínu öðru barni en það mun koma í heiminn í sumar. Tilkynnti Evgenía gleðifréttirnar á Instagram.

Evgenía er yngsta dóttir Andrésar prins og Söruh Feguson en fyrir átti hún og Jack soninn Ágúst Filippus Hauk Brooksbank en hann fæddist í febrúar 2021, á einkasjúkrahúsinu Portland Hospital í London, rétt eins og Bogi, sonur Harrý prins og Meghan Markle.

Tilkynning barst í dag frá Buckingham-höll þar sem stóð: „Evgenía prinsessa og Hr. Jack Brooksbank eru eru ánægð að tilkynna að þau eigi von á sínu öðru barni í sumar. Fjölskyldan er himinlifandi og Ágústi hlakkar mjög mikið til að verða stóri bróðir.“

Stuttu síðar birti Evgenía krúttlega ljósmynd á Instagram-síðu sinni, sem Jack tók en þar sést Ágúst litli kyssa magann á móður sinni en við myndina stóð: „Við erum svo spennt að deila með ykkur að í sumar bætist við nýr meðlimur í fjölskyldu okkar.“

Þá birti Fergi skömmu síðar ljósmynd af Ágústi busla í pollum og skrifaði við: „Í ömmuhimnaríki.“

- Auglýsing -

Ekki hefur enn verið tilkynnt um kyn barnsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -