Miðvikudagur 24. maí, 2023
8.1 C
Reykjavik

Greindi sitt eigið krabbamein og varar við lúmskum einkennum:„Einkennin gætu verið lítil sem engin“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kvensjúkdómalæknirirnn Lauren Juyja greindi sitt eigið endaþarmskrabbamein út frá tveimur vægum einkennum. Hún deilir nú einkennum sem geta verið merki þess að ekki sé allt eins og það eigi að vera.

Lauren er 38 ára og er nú með krabbamein á fjórða stigi. Hún segir ekki nægilega rætt um endaþarmskrabbamein hjá fólki undir fimmtugu en í Bretlandi stendur öllum 60 ára og eldri til boða að fara í krabbameinsskimun á endaþarmi. Í ágúst í fyrra byrjaði Lauren að finna fyrir síþreytu, hún taldi það þó ekki óeðlilegt fyrr en hún fór að finna fyrir þyngslum í þörmum. Hún hafði tilfinningu fyrir því að eitthvað væri að.

Við læknisskoðun kom í ljós átta sentímetra æxli við eggjastokka en á tveimur vikum var orðið orðin 24 sentimetrar. Lauren hafði næga vitneskju til þess að sjá að ekki væri um góðkynja æxli að ræða, hún taldi krabbameinið vera í eggjastokkum miðað við staðsetningu æxlisins.

Krabbameinið dreyfðist hratt í leg, meltingarfæri, og botnlanga og í september síðastliðinn gekk hún undir aðgerð til þess að fjarlægja æxlin. Læknir Lauren taldi litlar líkur vera á því að um krabbamein væri að ræða, þrátt fyrir hraða dreyfingu. Hún væri ekki með nægilega alvarleg einkenni, einungis síþreytu og þyngsli í þörmum. „Ég var búin að vera meira þreytt en vanalega síðdegis í um tvo mánuði en ég á tvö lítil börn sem bæði vöknuðu yfir nóttina. Ég vinn fulla vinnu og datt ekki í hug að þreytan gæti tengst einhverju svona alvarlegu.“

Eftir rannsóknir kom í ljós fjórða stigs endaþarmskrabbamein og hóf Lauren sex mánaða geislameðferð. Fyrir mánuði fékk Lauren að vita að hún væri laus við krabbameinið en hún vill vekja athygli á lúmskum einkennum sem geta farið framhjá fólki. Endaþarmskrabbamein er langalgengast hjá fólki yfir fimmtugu og telur Lauren að yngra fólk þurfi að vera meira vakandi fyrir einkennum.

Önnur einkenni ristilkrabbameins eru breytingar á hægðum, hægðatregða eða niðurgangur. Blóð í hægðum, magaverkir og óútskýranlegt þyngdartap.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -