Laugardagur 1. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

James Worthy sendir Magic Johnson afmæliskveðju: „Þvílíkt ferðalag!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

James Worthy sendi Magic Johnson fallega afmæliskveðju á Facebook í dag.

James Worthy eða „Big Game James“ eins og hann var gjarnan kallaður er hann lék með L.A. Lakers í NBA á síðustu öld, sendi vini sínum og fyrrum leikfélaga, Ervin „Magic“ Johnson afmæliskveðju á Facebook í dag. Þeir félagar áttu stóran þátt í þeirri gríðarlegu velgengni sem Lakers-liðið naut á níunda áratug síðustu aldar. Saman unnu þeir þrjá meistaratitla með „Showtime“-liði Lakers en Magic hafði unnið tvo titla þegar Worthy mætti á völlinn.

Magic á 63 ára afmæli í dag en Worthy sendi honum fallega kveðju á Facebook. Birti hann nýja ljósmynd af þeim félögum og skrifaði eftirfarandi texta undir: „Til hamingju með daginn Magic Johnson. Ég hitti þig árið 1979 í háskólaheimsókn og hér stöndum við saman árið 2022 á Top 75 athöfninni. Þvílíkt ferðalag!“

Miklir meistarar.
Ljósmynd: Facebook

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -