Miðvikudagur 20. september, 2023
8.8 C
Reykjavik

Lögreglan birtir myndband af árásinni á rútu Aston Villa: „Hreinasta heppni að enginn hafi slasast“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan í Lancashire í Bretlandi leitar að vitnum að árás á liðsrútu Aston Villa knattspyrnufélagsins sem gerð var um síðustu helgi. Myndskeið úr öryggismyndavél hefur verið birt, samkvæmt frétt The Mirror.

Aston Villa sigraði Burnley 3-1 síðastliðinn sunnudag en á heimleið var múrsteini kastaði í framrúðu liðsrútu Villa-manna en öryggismyndavél í rútunni náði árásinni á myndband. „Atvikið hefði getað verið mun alvarlegra og það er hreinasta heppni að enginn hafi slasast,“ sagði yfirlögreglustjóri Lancashire lögreglunnar, Melita Worswick, þegar myndskeiðið var birt opinberlega. „Bílstjórinn hefði getað slasast á glerbrotunum, sem hefði getað ollið því að hann hefði keyrt á aðrar bifreiðar eða að önnur bifreið hefði getað fengið múrsteininn í sig. Það hefði getað orðið alvarleg slys á fólki, jafnvel banaslys. Þess vegna tökum við þessu svona alvarlega.“

Worswick sagði ennfremur: „Við höfum nú birt myndskeið úr öryggismyndavél rútunnar og biðjum þau sem kannast við þá tvo menn sem sjást vinstra meginn á skjánum, að hafa samband við okkur. Við áttum okkur á því að myndskeiðið er nokkuð óskýrt en annar þeirra klæðist einkennandi fötum og það gæti hjálpað einhverjum að kannast við þá. Það var mikið af fólki á svæðinu þegar atvikið átti sér stað, þar sem sunnudagsumferðin var talsverð og fólk var að yfirgefa knattspyrnuleikinn á milli Burnley og Aston Villa og við trúum því að þarna úti sem eigi enn eftir að tala við okkur, einhverjir sem sáu hverjir bera ábyrgð á árásinni eða náði þeim á mynd í bílamyndavélinni sinni. Hvaða upplýsingar sem þið kunnið að hafa, komið þeim til okkar.“

Múrsteinninn olli talsverðum skaða á rútunni en hann lenti á framrúðunni. Maður var upphaflega handtekinn í tengslum við árásina en sleppt stuttu síðar án ákæru, enda kom í ljós að hann tengdist málinu ekkert.

Burnley gaf út yfirlýsingu í kjölfar frétta af árásinni. Þar stóð: „Burnley Football Club er sogmæddur og hneikslaður að frétta af árásinni á liðsrútu Aston Villa, eftir leik dagsins. Eftir að hafa rætt við Villa er okkur létt að heyra að enginn hafi meiðst í atvikinu. Við fordæmum harðlega þessa hegðun og styðjum Lancashire lögregluna í þeirra vinnu við að finna þá sem bera ábyrgð.“

Hér má sjá myndskeiðið:

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -