Fimmtudagur 30. júní, 2022
13.8 C
Reykjavik

OnlyFans stjarna grunuð um morð á þriggja barna föður

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hin 23 ára Abigail White er sökuð um að hafa stungið kærasta sinn, Bradley Lewis, til bana á heimili þeirra í Bristol, Bretlandi, þann 25 mars.

Abigail hefur slegið í gegn á vefsíðunni OnlyFans en þar er hægt að gerast áskrifandi að allskyns efni frá einstaklingum, aðallega eru þar þó nektarmyndir og annað kynferðislegt efni.

Bradley var þriggja barna faðir en hann lést sex klukkustundum eftir komu sína á bráðadeild eftir að hafa verið stunginn einu sinni í brjóstið.

„Rannsóknin gengur vel og við erum með hóp fólks sem vinnur hart að því að komast að því hvað gerðist,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Ben Lavender.

Fjölskylda og vinir Bradley lýsa honum sem yndislegri manneskju, hann elskaði börnin sín og hafði brennandi áhuga á fótbolta.

Abigail White mætti fyrir rétt í morgun þar sem hún staðfesti nafn sitt og heimilisfang. Hún hefur verið ákærð fyrir morðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -