Sunnudagur 4. desember, 2022
2.8 C
Reykjavik

Putin með sýndarmennsku í heimsókn í herstöð – Skaut úr langdrægum rifli og barði í borð

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vladimir Putin Rússlandsforseti skoðaði nýlega æfingastöð hermanna í Ryazan-héraði í Rússlandi. Líklegt er að um sýndarmennsku sé að ræða en forsetinn gekk um svæðið ásamt varnarmálaráðherra Rússlands, Sergey Shoigu og að sjálfsögðu hefur sjónvarpsstöð varnarmálaráðuneytisins, Zvezda, birt myndskeið frá heimsókninni.

Putin skoðaði búnað og tæki herskylduliða og fylgdist með nýliðum á æfingu, meðal annars æfingarárás á brynvarinn bíl í návígi. Þegar forsetinn kom að skotæfingasvæðinu gat hann ekki stilt sér um að skjóta nokkrum skotum úr langdrægum rifli.

Þá talaði forsetinn einnig við nýja hermenn þar sem hann átti meðal annars í eftirfarandi samtali við einn þeirra: „Er færnin farin að batna?“ „Já, herra!“ „Ertu fullur sjálfstrausts?“ „Já, herra!“ Putin tók þá í hönd hermannsins og óskaði honum góðs gengis.

Putin spurði einnig hermennina hvort þeir hefðu yfir einhverju að kvarta en svarið var nei. Sýndi Putin þá gleði sína með því að berja krepptum hnefa sínum í borð. Því miður er Mannlíf ekki með mynskeið af því.

Það var útlægi fréttamiðillinn frá Rússlandi, Meduza sem sagði frá heimsókninni.

Hægt er að sjá Putin skjóta úr riflinum hér. Ekki er þó hægt að sjá hversu vel hann hitti skotmark sitt, einhverra hluta vegna.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -