Mánudagur 27. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Sex ára stúlka fannst eftir að hafa verið saknað í tvö ár – Foreldrar hennar handteknir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sex ára stúlka fannst falin í leyniherbergi undir stiga rúmum tveimur árum eftir að henni var rænt.

Paislee Shultis var rænt af foreldrum sínum árið 2019 eftir að þau misstu forræði yfir henni, hún var þá fjögurra ára gömul. Hennar hefur verið saknað síðan hún hvarf af heimili forráðamanns síns í New York, foreldrar hennar földu sig frá lögreglu.

Kimberly Cooper og Kirk Shultis Jr, foreldrar Paisleem voru grunuð af lögreglu þegar hún hvarf en á mánudaginn fékk lögregla ábendingu um að Paislee væri hjá þeim. Gerð var húsleit heima hjá parinu og þau yfirheyrð en neituðu allri sök í málinu og sögðust ekki vita um dóttur sína.

Í leitinni tóku rannsóknarmenn eftir einhverju undarlegu undir stiga hússins og við nánari athugun reyndust litlir fætur leynast þar.

Fundust þá Paislee og móðir hennar, Kimberly, falin í litlu rými. Stúlkan var flutt á sjúkrahús í skoðun og síðar skilað til forráðamanns.

Foreldrarnir og afi barnsins, sem bjó á heimilinu, voru öll kærð fyrir að leggja líf barns í hættu og mannrán.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -