Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Sjóðheitt trend: „Féskíní“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heitt, nýtt trend er að ryðja sér til rúms í Kína nú þegar hitatölur þar í landi rjúka upp úr öllu valdi en um ræðir svokallað „féskíní“ sem er einskonar lambhúshetta með götum fyrir augun og nefið sem er ætluð til að hlífa notandanum fyrir sólarljósi. Yfirleitt fylgja ermar með sem hægt er að nota til að hylja handleggi.

Mynd / Twitter

Hattasölufólk er í skýunum yfir auknum sölutölum en auk bikini-gríma eru barðastórir hattar með innbyggðum viftum líka að slá í gegn.

Margar konur í Kína og Kóreu sækjast eftir því að halda hörundinu sem ljósustu og The Guardian hefur það eftir hinni 17 ára gömlu og grímuklæddu Li Xuyan að hún noti grímuna helst til að sporna við húðsjúkdómum sem gætu hlotist af því að vera of lengi í sólinni.

Hitatölur rísa nú yfir 35°C víða í Kína og yfirborðshiti fer þar yfir 80°C á sumum svæðum. Einhverjir gætu séð sér leik á borði og tekið upp á því að skarta þessum umdeilanlega smekklegu grímum hér á landi og hér er hugsanlega komin frábær viðbót við djammgalla þeirra sem hyggja á Þjóðhátíð í ár en líklega er ennþá nóg fyrir Íslendinga að nota hefðbundnari sólarvörn dags daglega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -