Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Telur fólk þurfa að búa sig undir „jafnvel banvænni“ veiru en Covid: „Ógnin er enn til staðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk ætti að búa sig undir aðra veiru sem er „jafnvel banvænni“ en Covid-19, segir forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar. Mirror segir frá.

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar, segir á fundi stofnuninnar í Geneva að fólk verði að læra af Covid og gera sig reiðubúið fyrir annan banvænan sjúkdóm.

„Heimurinn var óundirbúinn fyrir Covid-19 heimsfaraldinn mikla, alvarlegustu heilbrigðiskreppuna í heila öld,“ segir Dr Tedros.

Hann segir heiminn kominn úr „löngum dimmum göngum“ eftir að heimsfaraldurinn skall á. „Heimsfaraldurinn hefur valdið alvarlegri truflun á heilbrigðiskerfum og alvarlegu efnahagslegu, félagslegu og pólitísku umróti. Covid-19 hefur breytt heiminum okkar, og það með réttu.“

Dr. Tedros segir „jafnvel hættulegri“ sýkil væntanlegan. „Ógnin um að annað afbrigði komi fram sem veldur nýrri hættu og dauða er enn til staðar. Og ógnin um að annar sýkill komi fram með enn banvænni útkomu er enn til staðar,“ segir hann. „Við getum ekki frestað undirbúningi, ef við gerum ekki þær breytingar sem þarf að gera, hver gerir það þá?“

Segir hann ennfremur að Covid hafi verið martröð sem fólk hefur verið vakið úr, hann segir fólk einfaldlega ekki geta haldið áfram eins og áður. „Ef við grípum ekki til aðgerða núna, hvenær gerum við það? Þegar næsti sjúkdómur birtist, og það mun hann gera, verðum við að vera tilbúin til að svara með afgerandi hætti, sameiginlega og á sanngjarnan hátt.“

- Auglýsing -

„Nú er augnablikið til að horfa til baka og minnast myrkursins og síðan horfa fram á við og stíga skref fram á við í átt að ljósinu sem kenndi okkur margar sársaukafullar lexíur,“ sagði Dr. Tedros að lokum.

 

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -