Miðvikudagur 11. september, 2024
4.1 C
Reykjavik

Yngsti meðlimur Manson fjölskyldunnar laus úr haldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinni 73 ára Leslie Van Houten, yngsta meðlimi Manson fjölskyldunnar, var sleppt úr haldi til reynslulausnar í gær. Hún afplánaði dóm fyrir morð sem hún framdi árið 1969, þá 19 ára gömul. Fórnarlamb hennar var Rosemary LaBianca sem hún stakk minnst 14 sinnum í bakið en Rosemary og eiginmaður hennar, Leno LaBianca, voru bæði myrt þegar Manson fjölskyldan réðist inn á heimili þeirra.

Van Houten var upprunalega dæmd til dauða fyrir aðild sína að morðunum en þeim úrskurði var breytt í lífstíðarfangelsi árið 1972 þegar dómstóll í Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stönguðust á við stjórnarskrá.

Skrifstofa ríkisstjóra Kaliforníuríkis lýsti því yfir síðastliðinn föstudag að þau myndu ekki áfrýja úrskurði áfrýjunarnefndar þar sem litlar líkur væru taldar á árangri slíkra aðgerða. Í grein CNN kemur fram að frændi eins fórnarlamba Manson gengisins segir fjölskyldur fórnarlambanna sterklega mótmæla því að ekki verði áfrýjað þar sem málið varði morðingja sem tók þátt í einni grófustu hrinu morða í sögu Bandaríkjanna og setji hættulegt fordæmi.

Lögmaður Van Houten, Nancy Tereault, sagði í viðtali við CNN að skjólstæðingur hennar hafi setið námskeið sem snerust um að hún horfðist í augu við gjörðir sínar auk 40 ára af stöugu sálrænu mati. Hún skildi aðstandendur fórnarlambanna en lögin kvæðu á um að þeir skyldu hljóta reynslulausn sem uppfylla ákveðin skilyrði.

Manson fjölskyldan var í senn kommúna, öfgahópur og gengi sem Charles Manson fór fyrir. Gengið hélt til í kommúnu þar sem lítið samband var við umheiminn og meðlimirnir eru taldir hafa neytt bæði LSD og amfetamíns í stórum stíl. Meðlimir hópsins trúðu því að Charles væri Jesús endurfæddur og tók spádómum hans um yfirvofandi kynþattastríð sem myndi valda heimsendi sem sannleika.
Í heildina voru meðlimir gengisins sakfelldir fyrir níu morð en líkur eru á að þau hafi verið mun fleiri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -