2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Farþegi gleymdist í flugvél Air Canada

Tiffani Adams, farþegi Air Canada, gleymdist um borð í flugvél eftir lendingu í Toronto í Kanada. Hún hafði sofnað í fluginu. Þá vaknaði hún nokkrum tímum seinna í almyrkvaðri vélinni. BBC greinir frá.

Atvikið átti sér stað 9. júní síðast liðinn í innanlandsflugi frá Quebec til Toronto. Air Canada hefur staðfest að atvikið átti sér stað og stendur nú rannsókn yfir.

Adams vaknaði í sætisbeltinu í ískaldri vélinni þar sem slökkt hafði verið á henni og lagt í stæði. Hún náði sambandi við vinkonu sína, Deanna Dale, örfáum stundum áður en síminn hennar dó. Þá gat hún ekki hlaðið símann þar sem vélin var rafmagnslaus. Adams segist hafa upplifað martraðir tengdar atburðinum (e. Night terror).

Dale hafði samband við Toronto Pearson Airport og lét vita af afdrifum vinkonu sinnar. Adams varð sér út um vasaljós í flugvélinni til að reyna vekja athygli flugvallarstarfsmanna. Það tókst að lokum þar sem starfsmaður í grendinni varð var við hana. Maðurinn fullyrti að hún hafi verið í sjokki.

Adams fór yfir atvikið á Facebook og lýsti reynslunni sem „skelfilegri.” Air Canada bauð henni límmósíu og hótelgistingu í skaðabætur en Adams neitaði þar sem hún vildi fá að komast heim við fyrsta tækifæri. Þá bætir hún við að fulltrúar flugfélagsins hafa tvisvar haft samband við hana, bæði í tengslum við rannsóknina og til að biðjast afsökunar á atvikinu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is