Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Fengu batteríslausan hljóðnema – Segir vinnubrögð RÚV óásættanleg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Iva Marín Adrichem sem keppti í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn með lagið Oculis Videre sá sig í gær knúna til að tjá sig um tæknilega örðugleika sem settu stik í reikninginn hjá henni í keppninni.

Iva skrifar færslu á Facebook þar sem hún byrjar á að óska Daða og Gagnamagninu til hamingju með sigurinn.

„Þótt gærkvöldið hafi heilt yfir verið frábært og eitt af bestu kvöldum lífs míns, þá verð ég að koma á framfæri skoðunum mínum varðandi tæknileg mistök sem urðu á atriðinu mínu í ljósi mikilla umræðna á netinu. Í upphafi ætlaði ég ekki að tjá mig um málið en þar sem forsvarsfólk keppninar er farið að svara fyrir sig á opinberum vetvangi neyðist ég eiginlega til að segja mína hlið á málinu,“ skrifar Iva.

Hún heldur áfram og lýsir þessum tæknilegu mistökum sem urðu. „Í flutningnum á úrslitakvöldinu varð míkrófónn Söndru, sem syngur efsta sópran í bakröddunum batteríslaus. Við söngkonurnar létum skýrt vita að ekkert heyrðist í Söndru áður en lagið hófst með þeirri von um að hægt væri að koma hljóðnemanum í gang. Það tókst ekki og þess vegna vantaði 20% af söngnum eins og sá sem útsetti bakraddirnar benti réttilega á,“ útskýrir Iva. Hún segir þá ótrúlegt að hinar þrjár bakraddirnar hafi náð að halda lagi þar sem sópraninn gegnir lykilhlutverki í útsetningunni.

„Við fengum engin svör…“

Hún segist hafa óskað eftir að flytja lagið aftur þegar af sviðini var komið. „Við fengum engin svör nema það að það væri ekki hægt, tæknilegir örðugleikar koma fyrir í beinni útsendingu.“

Iva segir að hún hafi viljað segja sína hlið málsins því að RÚV hafi tjáð sig um málið. „Nú segja forsvarsmenn keppninar að höfundur verði að óska eftir endurflutningi en þar sem það var gert skil ég ekki að ég hafi ekki fengið að fara aftur á svið. Líklegasta skýringin fannst mér að við áttum að koma í viðtal strax eftir flutning síðasta lagsins og því hafi ekki verið tími. Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi komið upp og að greinilega hafi um stóran misskilning verið að ræða.“

- Auglýsing -

Iva bætir við að henni þyki óásættanlegt að starfsmenn RÚV hafi ekki gengið úr skugga um að allir hljóðnemar væru í lagi áður en hún steig á svið. „Þó finnst mér þau vinnubrögð að checka ekki á rafhlöðum í hljóðnemum óásættanleg því það er af mér vitandi alltaf gert fyrir hvern flutning. Þar sem við létum skýrt vita fyrir flutninginn hefði mér einnig fundist réttast að lagið væri stöðvað og skipt um hljóðnema. Meira ætla ég ekki að tjá mig um þetta,“ skrifar Iva.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -