2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fjögur pör sem giftu sig á Bahama-eyjum

Helgin var stútfull af rómantík, en bæði stórsöngvarinn Justin Bieber og knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson fóru á skeljarnar á Bahama-eyjum.

Justin bað fyrirsætunnar Hailey Baldwin en Gylfi sinnar heittelskuðu, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Báðar sögðu konurnar já og því svífa bæði pörin eflaust um á rósrauðu hamingjuskýi.

Bæði Gylfi og Alexandra deildu fallegri mynd rétt eftir bónorðið og skrifaði Alexandra við sína mynd:

„Eftir fulkominn dag á Bahamaeyjum játaðist ég besta vini mínum. Get ekki beðið eftir að giftast þér, elskan!“

AUGLÝSING


Justin Bieber opnaði sig einnig á Instagram og deildi mynd af sér og Hailey þar sem hann skrifaði meðal annars:

„Þú ert ástin í lífinu mínu Hailey Baldwin og ég myndi ekki vilja eyða ævinni með nokkrum öðrum. Þú gerir mig að betri manni og við pössum svo vel saman!“

Was gonna wait a while to say anything but word travels fast, listen plain and simple Hailey I am soooo in love with everything about you! So committed to spending my life getting to know every single part of you loving you patiently and kindLY. I promise to lead our family with honor and integrity letting Jesus through his Holy Spirit guide us in everything we do and every decision we make. My heart is COMPLETELY and FULLY YOURS and I will ALWAYS put you first! You are the love of my life Hailey Baldwin and I wouldn’t want to spend it with anybody else. You make me so much better and we compliment eachother so well!! Can’t wait for the best season of life yet!. It’s funny because now with you everything seems to make sense! The thing I am most excited for is that my little brother and sister get to see another healthy stable marriage and look for the same!!! Gods timing really is literally perfect, we got engaged on the seventh day of the seventh month, the number seven is the number of spiritual perfection, it’s true GOOGLE IT! Isn’t that nuts? By the way I didn’t plan that, anyways My goodness does feel good to have our future secured! WERE GONNA VE BETTER AT 70 BABY HERE WE GO! “He who finds a wife finds a good thing and obtains FAVOR from the Lord!” This is the year of favor!!!!

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Pörin tvö eru langt frá því að vera fyrstu pörin til að trúlofa sig á Bahama-eyjum, en það er afar vinsæll áfangastaður ástfanginna turtildúfa. Spennandi verður að vita hvort að þau ætli einnig að innsigla ástina á eyjunum, en nokkur stjörnupör hafa einmitt gengið í það heilaga á þessum fallega stað.

Penelope Cruz og Javier Bardem

Leikaraparið byrjaði að stinga saman nefjum árið 2007 og giftu sig í byrjun júlí árið 2010. Athöfnin var lítil og aðeins nánustu boðið, en herlegheitin fóru fram heima hjá vini þeirra á Bahama-eyjum.

Cindy Crawford og Rande Gerber

Cindy og Rande játuðust hvort öðru árið 1998 á strönd á Bahama-eyjum. Cindy klæddist afar einföldum en fallegum kjól frá John Galliano og gengu þau hjónin saman upp að altarinu.

Mariah Carey og Nick Cannon

Söngkonan gekk að eiga þúsundþjalasmiðinn á heimili þeirra á eyjunni Windermere á Bahama-eyjum þann 30. apríl árið 2008. Sex árum seinna var ástarblossinn þó slokknaður og Nick sótti um skilnað sem gekk í gegn árið 2016.

Jewel og Ty Murray

Söngkonan og kúrekinn gengu í það heilaga á strönd á Bahama-eyjum árið 2008, eftir áralangt samband. Árið 2014 var gamanið hins vegar búið og þau skildu.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is