Laugardagur 18. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Fjögurra ára barn fær harðort bréf frá Creditinfo- „Fullkomlega löglegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjögurra ára gamalt barn á Norðvesturlandi fékk nýlega sent bréf frá Creditinfo. Bréfið innihélt tilkynningu um fyrirhugaða skráningu á lista yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Barninu voru gefnir eru 14 dagar frá dagsetningu bréfsins til að hafa samband við fyrirtækið og gera athugasemdir, segir í frétt sem Skessuhorn birti.

Bréfið sjálft lítur mjög undarlega út, óháð innihaldi þess. Stafabil eru í miðjum setningum og orðum og ber bréfið með sér að vera annað hvort frá svindlurum eða frá einhverjum sem hreinlega gætu verið að fíflast í viðtakanda. Svo reyndist hins vegar ekki vera.

„Það er ekkert heilagt“

Fram kemur að tilgreint hafi verið í bréfinu að faðir barnsins væri ástæða þess að það er nú að fara á skrá yfir einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Ástæðan sú að pabbinn er í stjórnmálasamtökum og hefur jafnframt verið í stjórn opinbers fyrirtækis. Engu að síður kvaðst hann undrandi yfir bréfinu og sendi Skessuhorni afrit af því. „Það er ekkert heilagt virðist vera. Barnið mitt á að vísu einn reikning í banka þar sem afmælispeningur og gjafir eru lagðar inn. Reikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs. Hvílík áhætta, segi ég nú bara. Mér finnt að Creditinfo gæti gert eitthvað þarflegra en standa í svona rugli,“ sagði faðirinn í samtali við Skessuhorn.

Þegar blaðamaður Skessuhorns hafði samband við Sigríði Laufeyju Jónsdóttur, lögfræðing Creditinfo, og spurði út í tilurð þessa bréfs,  kannaðist hún við að útlit þessara bréfa frá Creditinfo væri ekki heppilegt. Prentunin hefði misfarist og bréfin verið send út fyrir mistök. Í skoðun væri að senda bréfin út að nýju og baðst Sigríður Laufey viðtakendur afsökunar fyrir hönd Creditinfo á útliti bréfanna.

Er í samræmi við lög

- Auglýsing -

Aðspurð um hvort það teljist eðlilegt að senda fjögurra ára barni slíkt bréf benti hún á að í regluverki sem fjallar um téða skráningu á lista væri tekið fram að fjölskyldumeðlimir skráningarskyldra aðila, óháð aldri, skuli skráðir á listann. Jafnframt benti hún á að hægt er að stofna reikninga í bönkum fyrir börn fljótlega eftir fæðingu. Slíkir reikningar gætu verið berskjaldaðir fyrir aðilum sem hefðu eitthvað misjafnt í huga.

Laufey sagði skráninguna í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Jafnframt tók hún fram að Creditinfo hefði fyrirfram haft samráð við Persónuvernd áður en hafist var handa við téða skráningu. Þá lagði hún áherslu á að það er ekki hver sem er sem fær að fletta upp í umræddum lista. Eingöngu tilkynningaskyldir aðilar sem þurfa að fullnægja ákveðnum skyldum samkvæmt lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, hafi heimild til þess, sagði Laufey í frétt Skessuhorns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -