Gat ekki annað en hlegið þegar hún mátaði kjólinn

Deila

- Auglýsing -

Bresk kona að nafni Niamh O’Donnell ætlaði að gera vel við sig á dögunum og keypti sér ný föt á netversluninni PrettyLittleThings. En útkoman varð ekki sú sem hún hafði vonast eftir.

Niamh verslaði sér nokkrar flíkur á netversluninni PrettyLittleThings, þar á meðal svartan kjól sem er nokkuð óvenjulegur í sniðinu eins og sjá má á myndinni til hægri.

En þegar Niamh mátaði kjólinn var útkoman allt önnur en myndin á vef PrettyLittleThings gefur til kynna, munurinn er ansi mikill.

Niamh hefur greinilega húmor fyrir þessum mislukkuðu kaupum sínum og gat ekki annað en hlegið þegar hún mátaði kjólinn. Þá fékk hún Emily, vinkonu sína, til að deila mynd af sér í kjólnum á Twitter. Við myndina skrifaði Emily að kaupin hefðu ekki staðist væntingar.

Kjóllinn sem um ræðir fæst á vef PrettyLittleThings og kostar 25 pund, sem gerir um 4.000 krónur miðað við núverandi gengi.

https://twitter.com/emshieldssss/status/1111739572625592321

- Advertisement -

Athugasemdir