Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Gaui litli á sjúkrahúsi og sendir neyðarkall: Leitar á náðir Íslendinga – Mikið liggur við

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, liggur nú á sjúkrahúsi og verður frá vinnu næstu mánuði. Hann slasaðist alvarlega fyrir rúmri viku þegar hann datt illa með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði. Gaui litli hefur rekið Hernámssetrið í Hvalfirði með miklum myndarbrag en verður frá vinnu næstu mánuði. Hann sendi út neyðarkall á Facebook-síðu sinni og óskar eftir aðstoð Íslendinga, vina, fjölskyldu og velunnara til að koma Hernámssetrinu í stand fyrir vorið. Kræsingar, drykkir, matur og sætabrauð og góður félagsskapur verður í boði fyrir sjálfboðaliða.

„Ég er núna á sjúkrahúsi og á ágætis batavegi. Ég sé fram á að vera frá vegna þessa næstu mánuði og mun ekki getað stundað neina líkamlega vinnu,“ segir Gaui litli og það er í mörg horn að líta og ýmis verkefni sem bíða, stór og smá.

„Það þarf til dæmis að smíða, mála, teppaleggja, dúkleggja, parketleggja, föndra, stilla fram munum og hengja upp, sjá um að útbúa og framreiða hressingu, þrífa jafnóðum og svo allsherjar þrif í lokin,“ segir Gaui litli.

Áformað er að skipuleggja vinnudaga t.d. á laugardögum og þá ráðast í verkefnin sem bíða.

Aðstoð við lítil sem stór verkefni er tekið fagnandi.

„Við munum hafa á boðstólum hressingu, mat, drykk og sætabrauð, auk þess að hafa gaman saman,“ segir Gaui litli og kveðst þakklátur fyrir góðar kveðjur og hugulsemi landa sinna.

Í samtali við Mannlíf kveðst Gaui litli vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til heilbrigðisstarfsfólks á sjúkrahúsinu á Akranesi. Þau hafi hjálpað honum mikið og stutt dyggilega við bakið á honum frá því að hann lagðist inn á sjúkrahúsið.

„Það er mjög vel hugsað um mig hér sem hraðar öllu bataferlinu,“ bætir Gaui við um starfsfólkið á sjúkrahúsinu.
- Auglýsing -

„Ég og vil endilega gefa öllum sem vilja kost á að taka þátt í þessari vinnu með okkur,“ bætir hann við en hægt er að hafa samband við Gaua litla á Facebook-síðu hans eða í gegnum spjallið á samfélagsmiðlinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -