• Orðrómur

Móðir Guðrúnar var ofbeldisfull og áfengissjúk: „Síðasta fylleríið og allt það“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það var búið að gera ýmsar tilraunir, hún smaug alltaf. Hún var eins og vatnið. Lofaði öllu fögru, þið vitið hvernig þetta er, síðasta fylleríið og allt það,” segir Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppkomið barn alkóhólista og sérfræðingur á ýmsum sviðum fíknisjúkdóma.

Guðrún segir í hlaðvarpi samtakanna, Það er Von, frá æskunni í Vestmannaeyjum, ofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar og óörygginu sem fylgir því að alast upp hjá veikum alkahólista.

Lítli stelpa með vanlíðan

- Auglýsing -

„Ég man svona óljóst eftir mér inni í herbergi, 8-10 ára stelpa í vanlíðan eftir uppákomu heima og hugsaði: „Oh, þegar ég verð stór ætla ég að vinna við að hjálpa krökkum eins og mér“.

Guðrún segst síðar hafa leymt þessu og fetað sína leið, hún hafi ekki passaði inn í normið og var strákastelpa eins og hún orðar það.

Móðir Guðrúnar tapaði baráttunni við fíknsjúkdóminn langt fyrir aldur fram þegar Guðrún var aðeins tvítug að aldri. Áhugi hennar við að hjálpa öðrum kom um svipað leyti.

- Auglýsing -

„Nú tala ég bæði sem sérfræðingur í þessum málefnum og sem litla ég, að kemur enginn heill út úr uppeldi og sambúð, úr svona aðstæðum sem barn. Upplifa allt þetta óöryggi”.

Guðrún segir frá tilfinningum sem fylgdu því ástandi sem ríkti á heimili hennar og tók hún hlutverk týnda barnsins, en móðir hennar náði aldrei bata frá fíknisjúkdómnum

Guðrún hefur sérhæft sig í vinnu með unglingum á aldrinum 12-18 ára og hefur hún mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Vinna með unglingum kallar á að setja sig inn í þeirra heim og vinna hratt.

- Auglýsing -

„Þú þarft að vera með á nótunum á öllum þessum samfélagsmiðlinum, vera rosalega lifandi, vinna hratt og bara live and breathe it“.

Aukin neysla á Spice

Hún telur skólakerfið bregðast börnum og unglingum sem sýna áhættuhegðun. Kerfið virki ekki eins og það ætti að gera, það snúist um greiningar í stað þess að byrjar á byrjuninni og tala beint við börnin.

„Við fræðingarnir erum ofboðslega mikið að tala um þau, þau eru svona og svona og við erum rosa klár en við setjumst ekki niður og tölum við unglinginn og segjum: „Hvað segir þú? Segðu mér aðeins frá þér“. Varðandi neyslu ungmenna segir Guðrún að aukning á neyslu Spice vera falda fyrir skólayfirvöldum og foreldrum þar sem víman dugir stutt og krakkar hafi mikinn tíma yfir daginn til að vera í vímu og láta renna af sér en koma á réttum tíma heim. „Oft er vandinn orðinn mikill þegar málið kemst loksins upp og einstaklingur þá kominn með töluverðan fíknivanda”.

Guðrún kemur með ráð fyrir foreldra barna og unglinga ef áhættuhegðun er hafin og einnig bendir hún á merki sem benda til þess að unglingar séu á leið á ranga braut.

Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Guðrúnu í gegnum G.Á.Á. ráðgjöf á Facebook

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -