Miðvikudagur 6. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Hagafell skalf í nótt- Enginn órói mælist en beðið eftir gosi á hamfarasvæðinu í og við Grindavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lítið fór fyrir jarðhræringum í nótt. Stærsti skjálftinn var 2,5 á Richter. Upptök hans voru við Hagafell, nokkur hundruð metra frá Þorbirni, um miðja nótt. Alls varð vart við rúmlega 500 jarðskjálft­a á Reykjanesi frá miðnætti. Eng­inn gosórói hef­ur mælst á svæðinu. Vísindamenn hafa upplýst að einungis séu nokkur hundruð metrar niður á kviku þar sem grynnst er. Jarðsig er enn merkjanlegt í Grindavíkurbæ. Rúmir fjórir sólarhringar eru síðan 4000 íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn vegna yfirvofandi eldgoss. Því er enn spáð að eldgos verði einhversstaðar á svæðinu frá Sýlingafelli að Eldvörpum. Líklegast er talið að það verði þar sem sprungan liggur um Grindavík. Þá eru nú uppi kenningar um að eldgosið verði af svipaðri stærðargráðu og gosin í Meradölum og við Litla-Hrút.

Þorbjörn

Flest jarðskjálft­anna má rekja frá kviku­gang­in­um við Sýl­inga­fell og að Grinda­vík. Grindvíkingar fá hugsanlega að fara heim til sín í dag til að sækja nauðsynjar. Sú heimsókn verður undir ströngu eftirliti yfirvalda og gert ráð fyrir að heimsóknin standi ekki lengur en í fimm mínútur. Í gær var unnið að því að bjarga verðmætum úr fyrirtækjum í Grindavík auk þess sem vinnuvélar voru að ryðja upp varnargörðum í Svartsengi.

Almenningur í landinu hefur sýnt Grindvíkingum mikinn hlýhug í nauðum þeirra. Fjölmargir hafa boðið fólki aðstoð og rétt fram hjálparhönd. Óljóst er með öllu hvenær bæjarbúar geta snúið aftur til síns heima.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -