Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Halldór hjartaþegi nær ekki ónæmi þrátt fyrir sprautur: „Hef persónulega engan áhuga á að fá covid“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Halldórsson, sem er fyrsti hjarta- og lungnaþeginn hér á landi, er búinn að fá tvær sprautur fyrir Covid-19 og er því fullbólusettur. Samt sem áður mælist hann ekki með mótefni í blóðinu.

Halldór er á ónæmisbælandi lyfjum, sem og allir aðrir líffæraþegar og fleiri til, sem er orsök þess að ekki myndast mótefni í blóði hans.

Fram að bólusetningu segist Halldór hafa reynt eftir fremsta megni að fara varlega. „Ég persónulega hef engan áhuga á að fá covid ofan í ígrætt hjarta, lungu og nýra. Maður veit svo sem ekki hvernig maður kemur út úr því,“ sagði Halldór í samtali við Rás 2 í morgun.

Hann fann fyrir miklum létti og öryggiskennd eftir að hafa verið bólusettur, en ákvað þó að fara í mótefnamælingu fimm vikum eftir bólusetningu og fékk þá þessar niðurstöður. „Þá upplifir maður aftur þetta óöryggi.“

Í kjölfarið vöknuðu spurningar hjá Halldóri varðandi aðrar bólusetningar, hvort einhver mótefni væru að myndast við þær. Hann fer til að mynda árlega í flensubólusetningu og á fimm ára fresti í bólusetningu við lungnabólgu. En nú spyr hann sig hvort mögulega sé þetta einungis falskt öryggi sem hann og aðrir líffæraþegar búi við.

Halldór segir þetta vera afar óákjósanleg staða, sér í lagi þar sem verið sé að létta sóttvarnarráðstöfunum. „Þetta er rosa óþægilegt að vera í þessari stöðu þegar maður veit ekki hvernig maður á að haga sér. Vitandi það að maður veit ekkert hvar maður stendur gagnvart mótefnamælingu.“

- Auglýsing -

Halldór segir stóran hóp á ónæmisbælandi lyfjum og óskar hann eftir úrræðum fyrir hann. „Mín skoðun að það þurfi að finnast eitthvað svar við þessu svo fólk sem er á þessum lyfjum geti andað léttar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -