Hann er með skilaboð til allra feðga: 5 ráð um hvernig þú sýnir stuðning á „verða foreldrar“ tímabilinu

Deila

- Auglýsing -

Ted Condor er giftur þriggja barna faðir sem er búsettur í Chicago í Bandaríkjunum.

Þann 18. september skrifaði hann fimm ráð til feðga á Facebook-síðu sína og óhætt er að segja að ráðin hafi slegið í gegn, því þeim hefur verið deilt yfir 19 þúsund sinnum.

„Ég er núna 29 ára og á þrjú börn með Franzisku, eiginkonu minni, sem gekk með þau og fæddi eins og atvinnumaður. Hér eru fimm ráð sem ég hefði viljað segja við 24 ára barnlausan mig um hvernig á að vera stuðningsríkur félagi á „að verða foreldrar“ tímabilinu,“ skrifar Condor og hér eru ráðin fimm:

  1. Konan gekk með barnið í maganum í níu mánuði. Þannig að þú gengur með á maga þínum í níu mánuði hvenær sem þú hefur tækifæri til. Ekki aðeins hjálpar það konunni þinni að jafna sig, heldur tengir þú við barnið þitt meira en þú getur nokkurn tíma ímyndað þér.
  2. Konan gefur brjóst og sama hversu fallegt og gefandi það er fyrir hana, þá tekur þá einnig orku frá henni. Þannig að þú skiptir um hverja einustu bleyju sem þú getur. Frá bleyju eitt og áfram. Þú kemst yfir það hvað þetta er ógeðslegt. Og þú kemur í veg fyrir ójafnvægi og gremju í sambandinu, þegar vinkonur konunnara þinnar kvarta yfir hvað þeirra maður er afskiptalaus og sýnir þeim ekki stuðning, þá mun konan þín hrósa þér.
  3. Útbúðu kaffi handa henni alla morgna. Sama þó hún láti það kólna eða gleymi að drekka það flesta morgna, þar sem hún sofnar um leið og þú ert farinn til vinnu, eða eftir að hún er búin að senda börnin í skólann. Hún vakti alla nóttina til að hugsa um ungbarnið þannig að gefðu henni góða byrjun á deginum.
  4. Segðu henni að hún sé falleg og sérstaklega á stundum sem hún er gagnrýnin á sjálfa sig og líkama sinn. Minntu hana á markmið sem hún hefur náð áður. Minntu hana á að hún er hetja. Hún þyngdist um 20 kíló og lagði mikið á líkama sinn til að fæða ykkur barn sem er einstök gjöf til ykkar það sem þið eigið eftir lifað. Aðstoðaðu hana við að einblína ekki á líkama sinn og vera jákvæð, einn dag í einu.
  5. Láttu þig hafa það. Hormónarnir eru á fullu, bæði á meðan á meðgöngu stendur og eftir hana. Hún mun ekki vera eins og hún sjálf alla daga og hún mun segja hluti sem hún myndi alla jafna ekki segja. Mundu að þitt hlutverk er að vera kletturinn hennar í gegnum þetta allt, þannig að stattu þig og haltu fókus þegar hún lætur orð falla sem stinga. Hlutirnir munu falla í réttar skorður fljótlega og þú munt verða þakklátur fyrir að hafa ekki æst þig, orðið bitur eða leiður og alls ekki látið hennar vandamál verða að þínum.

Hvað segja lesendur? Er eitthvað til í ráðum Condor?

- Advertisement -

Athugasemdir