2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Heillandi ævintýri og hremmingar fólks í stríði

Felix Bergsson segir frá bókunum sem hafa haft mest áhrif á hann.

„Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á mig. Á yfirborðinu er þetta heillandi ævintýri þar sem riddarar og framandi verur koma við sögu, en þegar betur er að gáð er þetta verk sem fjallar um lífið og dauðann og gerir það á ótrúlega fallegan máta. Á máta sem ég hafði aldrei upplifað þegar ég las hana fyrst sem barn,“ segir Felix Bergsson þegar hann er spurður hvaða bók hafi haft einna mest áhrif á hann.

Fyrir þá sem ekki þekkja fjallar verkið um Jónatan sem hughreystir dauðvona bróður sinn Kalla með því að segja honum frá Nangijala, þar sem ævintýri bíða þeirra sem deyja.

Felix nefnir líka Hreinsun eftir Sofie Oksanen, margradda skáldsögu um reynslu fólks í Eistlandi undir hæl Sovétríkjanna og segir hana magnaða lesningu um hremmingar venjulegs fólks í ömurlegu stríði og hugsjónabaráttu.

„Hún útskýrði fyrir mér hvers vegna Íslendingar munu aldrei ganga inn í Evrópusamrunann. Við skiljum ekki hvað þessar þjóðir á meginlandinu, fólkið, hefur þurft að ganga í gegnum. Við höfum aldrei upplifað svona hrylling. Við skiljum þetta ekki. Og gerum það vonandi aldrei.“

AUGLÝSING


Mynd / Karl Petersson

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is