Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hermann segir ADHD-fólk á dópi og allt varð vitlaust: „Af hverju eru svona margir að læka þetta?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meðal Íslendinga á Twitter er talað um fátt annað en umdeilt tíst Hermanns nokkurs Rúnarssonar í dag. Hann fullyrðir að þeir sem taka lyf við ADHD eða athyglisbresti og ofvirkni séu í raun að taka amfetamín, eða spítt í daglegu tali. Margir kvarta sáran undan þessu þó sé vissulega rétt að flest lyf við þessum kvilla séu náskyld amfetamíni efnafræðilega séð.

Hermann skrifar: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og ‘normal’ fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“

Nú tæpum sólarhringi síðar hafa fjölmargir gagnrýnt hann harðlega. Þó margt bendi til þess að Hermann sé að slá á létta strengi þá eru viðbrögðin ekki í þeim anda. Margir segja hann sýna fordóma gegn fötluðum. Enn aðrir segja þessi lyf hafa bjargað lífi sínu og hann eigi að skammast sín. Þess má geta að doktorsritgerð Arndís Sue Ching Löve Fíkniefni í frárennsli frá Reykjavík sýndi fram á að neysla amfetamíns í Reykjavík er útbreidd og nánast hvergi meiri í Evrópu.

Hér fyrir neðan má nokkur dæmi um viðbrögð fólks við tísti Hermanns.

- Auglýsing -

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -