Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Sigrún biður fólk að hætta að stela: „Dísess kræst hvað þetta er dónalegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég veit að það er hart í ári en getur fólk hætt að stela hönnun blygðunarlaust og skella því á blað í ljótu letri og selja undir formerkjum ~hönnunar~ þetta er svo RUDE dísess kræst,“ skrifar Sigrún Karlsdóttir hönnunarnemi á Twitter síðu sinni og birtir með því skjáskot af Instagramsíðu sem kallar sig „skuririgrennd“ sem sýnir plakat í stíl Andy Warhol með setningu Prins Póló „Er of seint að fá sér kaffi núna?“ ásamt „..sagði enginn ….aldrei“.

Instagramsíðan hefur nú verið tekin niður en á skjáskotinu sem Sigrún tók má sjá að meintir hönnuðir plakatsins hafa myllumerkt meðan annars „#design“.

„Aðilinn hefur sennilega áttað sig á því að þetta er ekki alveg í lagi og tekið síðuna niður, sem er gott mál.“

Hönnunarstuldur á tvo vegu

„Þetta er náttúrulega mjög augljós hönnunarstuldur og á tvo vegu, textinn er úr lagi Prins Póló en hann er sjálfur að selja mjög vinsæla póstera á síðunni sinni undir eigin nafni og útlitið er mjög þekkt verk eftir Andy Warhol, uppsetningin litirnir og allt,“ segir Sigrún.

Kúnst að sækja sér innblástur að gera að sínu

Sjálf er hún á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hún segir þetta mjög vandmeðfarið. „Í hönnun fær maður innblástur úr öllum áttum og það er alltaf ákveðin tíska sem er að trenda hverju sinni. Maður er ekkert endilega að finna upp hjólið en kúnstin er svolítið að sækja þér innblástur og gera þetta að þínu,“ segir Sigrún.

„Þetta getur auðvitað verið mjög tricky, sérstaklega þegar maður er í námi og er enn að finna sinn stíl.“ Hún heldur þó að flestir hönnuðir og hönnunarnemar reyni að komast hjá þessu.

- Auglýsing -

„Ég hef alveg gert verkefni í skólanum haldandi að ég sé alveg ofsalega sniðug og frumleg, þá hef ég séð það einhvers staðar og það er bara í undirmeðvitundinni.“

Viðvarandi vandamál í öllum listgreinum

Aðspurð hvort hún haldi að list sé stolið meira í hönnun en öðrum listgreinum segist hún ekki getað sagt til um það en hún haldi hins vegar að fæstir geri sér grein fyrir því hve algengt þetta sé. „Í fatahönnun er þetta auðvitað mjög stórt vandamál og ég held að maður átti sig ekki á því“ segir Sigrún

„Í haust var ég að þræða húsgagnaverslanir og nánast öll húsgögnin sem ekki voru úr hönnunarbúðum voru bara misgóðar eftirlíkingar af hönnun einhvers annars í alls konar útfærslum.“

- Auglýsing -

Hún heldur að fólk fatti ekki endilega að  það sé að kaupa eftirlíkingar eða stolna hönnun. „Skrýtnast finnst mér  þegar það er verið að selja eftirlíkingar á bara mjög svipuðu verði og upprunalega varan og ég held að margir fatti það ekki og fari svo heim með eftirlíkingu á himinháu verði.“

„Ég hef 100% keypt einhverja eftirlíkingu og hef ekki hugmynd um það.“

Munur á því að stela af risunum

Það má alveg benda á að það er munur á að kaupa eftirlíkingu af einhverri hönnun sem er búin að vera til staðar í mörg ár og einhver er búinn að græða milljónir ár en að stela af íslenskum hönnuði eða listamanni, það er bara á lægra plani,“ segir Sigrún.

Hún segir það líklega vera mjög sárt þegar einhver hefur tekið eitthvað sem annar hefur búið til og útfært í eitthvað allt annað. Þá geti það valdið þeim misskilningi að listamaðurinn, Pins Póló í þessu tilviki sé á bak við verkið.

„Hugverkaréttur er eignaréttur og það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að þegar það tekur eitthvað svona þá er viðkomandi bara að stela einhverju.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -