Föstudagur 29. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Hörð gagnrýni á lögreglu vegna leiðavals að eldgosinu: Lögreglan lokar Keilisvegi með steinklumpum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað leiðinni að Keili með steinblokkum í stað þess að vera með borða. Þar með er útilokað fyrir útivistarfólk að komast þá leiðað gosinu við Litla Hrút um Oddafell. Sú leið er helmingi styttri en leiðin frá bílastæðinu við Slögu sem er um 20 kílómetrar. Mannlíf benti á þessa skekkju í síðustu viku.

Vegurinn að Keili er harðlokaður.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur tekið undir þessa gagnrýni. Lögreglan hefur einnig lokað veginum um Vigdísarvelli þaðan sem eru um sömuleiðis samanlegt 10 kílómetrar að gosstöðvunum. Hörð gagnrýni hefur verið sett fram á yfirvöld vegna þessa. Ferðafólk hefur lent í umtalsverðum óþægindum vegna mengunar á langri leið í stað þess að koma úr norðaustri þar sem fólk hefði sloppið við mengunina. Fólk hefur örmagnast og ferðamaður lést á svæðinu. Engin haldbær rök hafa komið frá lögreglu um ástæðu þess að fólk þarf að leggja á sig slíkt erfiði og aka í gegnum Grindavík til að sjá gosið og greiða bílastæðagjald í órafjarlægð frá gosinu.

Útivistarmaðurinn Sigurður Sigurðarson er harðorður í blaðagrein í dag þar sem hann segir bestu leiðina að gosinu vera frá Krókamýri í Móhálsadal.

Sigurður sendi tölvupóst á Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum og spurðist fyrir um ástæðu þess að Vigdísarvallavegi númer 428 var lokað. Lögreglan útskýrði ekki lokunina en Almannavarnir báru við grjóthruni á veginn. „Vegurinn er ekki talinn öruggur fyrir umferð vegna möguleika á grjóthruni og nú þegar er grjót á veginum sem skapar hættu. Það liggur ekki fyrir hvenær vegurinn verði opnaður en samhæfingarstöð tekur stöðuna reglulega,“ segir í póstinum. Sigurður segir að þetta standist ekki skoðun. Hann hafi ekið þar um og engar hindranir að sjá. Almannavarnir segi ósatt, viljandi eða óviljandi.

Sigurður gagnrýnir fjölmiðla fyrir að spyrja ekki áleitinna spurninga um það sem er í gangi á þessu svæði. Hann rifjar upp að sýslumaður á Suðrnesjum bannaði börnum innan 12 ára að fara að gosinu og fékk ákúrur frá Umboðsmanni Alþingis fyrir að fara á svig við lög. Ein spurninganna sem Sigurður leggur til að ragir blaðamenn, sem kiknað hafi í hnjánum, spyrji hvers vegna fólk sé þvingað til að ganga „Meradalsleið“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -