2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur

„Það er verið að þvo og þrífa göngin, eins og þarf að gera.“ segir G. Pétur Matthíason, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Tilkynnt var í gærkvöldi að Hvalfjarðargöngin verða lokuð næstu tvær nætur. Þá voru göngin lokuð í nótt.

Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun og Vegagerðin býst ekki við frekari röskun á umferð. „Það er verið að skipta út skiltum, stikurnar þvegnar og sett nýtt glit á þær. Síðan er unnið við vegrið við munnana,” segir G. Pétur og bætir við að yfirferð á perum og lögnum stendur einnig yfir. „Það er líka verið að fara yfir lagnir og brunna. Vinna við lokunarslár, þannig að það er margt í einu.”

G. Pétur segir viðhaldið örugglega vera meira en venjulega. „Við erum nýbúnir að taka við göngunum þannig við erum að finna út úr því hvað viðhaldið þarf að vera mikið.” Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga 30. september 2018. Nákvæmar tölur yfir þá sem geta orðið fyrir raski liggja ekki fyrir. Hann segir Vegagerðina þó velja tímann með tilliti til umferðarþungans.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is