Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Icelandair frestar aftur hlutafjárútboði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair flugfélagið hefur aftur frestar boðuðu hlutafjárútboði til bjargar félaginu. Það átti að fara fram í júní síðastliðinn en var frestað fram í ágúst. Í gær tilkynnti félagið svo um aðra frestun og segir stefnt að því að útboðið fari fram í september.

Hluthafar fyrirtækisins þurfa að samþykkja þessa nýju frestun og því verður kallað til nýs hluthafafundar Icelandair á næstu dögum. Stjórnendur vonast til að geta safnað tæpum 25 milljörðum íslenskra króna í útboðinu.

„Icelandair Group stefnir að því að selja nýja hluti fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut. Komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu, myndi stjórn félagsins hafa heimild til að auka hlutafé enn frekar um allt að 3 milljarða þannig að stærð útboðsins yrði að hámarki 23 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í gær.

Áður hefur Mannlíf greint frá því að flugfélagið hafi bæði lokið öllum samingum við lánadrottna félagsins og Boeing flugvélaframleiðandann vegna hinna gölluðu MAX-véla. Þá tókst á endanum að semja við alla flugstéttir félagsins eftir harða baráttu við flugfreyjur. Icelandair segir að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð séu á lokastigi. Þegar hertar hafa verið sóttvarnarreglur verðandi komur ferðamanna til landsins er útlit fyrir að flugfélagið þurfi nauðsynlega að leita á náðir ríkisins með lánsfé. Samþykki stjórnvöld slíka lánalínu stefnir Icelandair á að birta fjárfestakynningu á næstu dögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -