Þriðjudagur 24. maí, 2022
8.1 C
Reykjavik

Icelandair rekur Íslendinga og útvistar þjónustu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Starfsfólk þjónustuvers Icelandair er ósátt við að 50 starfsmönnum skuli hafa verið sagt upp í apríl þegar COVID-19 faraldurinn geisaði á meðan fyrirtækið heldur í 40 starfsmenn hjá þjónustufyrirtæki á Filippseyjum. Þeir gagnrýna fyrirtækið og VR fyrir að hafa stutt kjarabaráttu flugfreyja en þagað þunnu hljóði þegar starfsfólki þjónustuversins missti vinnuna.

„Í mínum augum hefði verið flottara að draga úr uppsögnum innan fyrirtækisins og slíta frekar erlendu samningunum.“

Einn þeirra starfsmanna sem missti starf sitt í þjónustuveri Icelandair eftir 16 ára starfsreynslu segir fyrirtækið nú þegar hafa tilkynnt sér að hann verði ekki endurráðinn. Starfsmaðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið í þeirri von að eiga mögulega afturkvæmt í þjónustuverið, segir marga starfsfélaga sína svekkta yfir því að hafa ekki fengið að halda áfram störfum á sama tíma og aðkeypt erlend þjónusta fái að gera það.

„Það er mjög sárt að missa vinnuna og horfa upp á vinnufélaga með langa starfsreynslu missa starfið á meðan fólk hjá fyrirtæki á Filippseyjum heldur sínu þrátt fyrir að hafa aðeins unnið tvö ár fyrir Icelandair og því ekkert tillit tekið til starfsaldurs og reynslu. Ég er mjög ósátt við þessa ákvörðun. Í mínum augum hefði verið flottara að draga úr uppsögnum innan fyrirtækisins og slíta frekar erlendu samningunum,“ segir starfsmaðurinn.

Lestu meira um málið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -