Mánudagur 27. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Aníta Briem um Ameríku: „Þar fékk maður að kynnast svolítið öðru lífi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Mér fannst þetta allt frekar kjánalegt, því þetta hlutverk sem ég var beðin að koma fyrir og fljúga þarna í aðra heimsálfu, fannst mér skrítið því ég var viss um að einhver hefði gert mistök. Ég var tuttugu og eins eða tveggja og þetta var hlutverk fyrir einhverja konu sem átti að hafa komið á kopp sinni eigin læknamiðstöð,“ segir Aníta Briem í viðtali sem birtist í nýju helgarblaði Mannlífs. Aníta segir meðal annars frá Ameríku ævintýrinu og upplifun sinni af Hollywood. „Ef þú bara reiknar árin í læknaskólanum og allt það, þá gengur það ekki alveg upp. Þannig að ég var alltaf að bíða eftir að einhver segði; „Nei! Heyrðu! Obbobbobb, þetta er algert klúður!“, en svo var ekki þannig að mér fannst þetta svolítið fyndið. En ég fór þarna í prufur og það var allt alveg ótrúlega kómískt, því þarna er ég komin inn í einhvern menningarheim sem er gjörólíkur öllu sem ég hafði kynnst; Ameríka. Og hvað þá þessi iðnaður sem ég hafði kynnst á ákveðinn hátt en er svo allt öðruvísi.“

Mynd: Kazuma Takigawa

„Tveimur flugferðum seinna þá fékk ég hlutverk í sjónvarpsseríu sem hét The Evidence, þannig að ég tók upp þarna í San Fransisco og Vancouver og fór svolítið inn í svona batterí, þetta var sjónvarpsstöðin ABC og Warner Brothers. Þar fékk maður að kynnast svolítið öðru lífi, því manni er flugið á fyrsta farrými, gistir á flottum hótelum og er sóttur á fínum bílum þannig að þetta er bara allt annað. Umgjörðin er svo allt öðruvísi, þó að vinnan sjálf sé eins.

Ég hef hitt margt ofboðslega auðugt fólk

Ég var að vinna með alveg stórkostlegum leikurum, ég var að vinna með dásamlegum leikara sem hét Martin Landau, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna og er látinn núna en var lifandi goðsögn. Það sem þetta líf hefur gefið mér, eins og þetta, að fá að vinna með þessum manni í marga mánuði og við vorum bara oft að hanga saman og drekka Martini á einhverjum hótelum og hann var að segja mér sögur af því þegar hann var að hanga með Jimmy Dean og Frank Sinatra, alveg klukkutímum saman. Tuttugu og tveggja ára að hlusta á sögur frá þessum manni. Þessi móment þar sem maður hugsar bara; „Vá!“. Þetta eru algerir fjársjóðir sem þessi sturlun af lífi hefur vissulega fært manni.
Viðtalið við Anítu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -