Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Bænastund fyrir unga manninn sem lést í kjölfar átaka á bílaplani: „Tekið mjög á pólska samfélagið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Boðað hefur verið til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13.00 í dag, laugardaginn 22. apríl. Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, stendur að athöfninni, segir í frétt á Vísi.is.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að ungi maðurinn sem lést hafi verið pólskur.

„Mér rann blóðið til skyldunnar að skipuleggja þennan viðburð. Þessir atburðir hafa tekið mjög á pólska samfélagið á Íslandi og ég finn fyrir því að það er mikil reiði vegna málsins,“ segir Kristófer í samtali við blaðamann Vísis.

„Þetta er mikið áfall. Við erum öll Íslendingar og við þurfum að standa saman gegn svona ofbeldi. Það eru allir velkomnir í kirkjuna á eftir, þetta á að vera róleg og falleg stund þar sem við komum saman og hugsum til þessa fólks,“ segir Kristófer.

„Ég á sjálfur sextán ára dreng hér heima og maður hefur miklar áhyggjur af þessu, hvernig verður þetta þegar hann fer að kíkja út á lífið?“

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sitja fjórir í gæsluvarðhaldi og eru allir einstaklingarnir yngri en 20 ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -