Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.1 C
Reykjavik

Björgvin Þór minnist læriföður síns: „Boris var kennari af guðs náð“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Björgvin Þór Björgvinsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta minnist læriföður síns í nýrri færslu á Facebook.

Björgvin Þór, sem lék með Breiðabliki, KA og Fram í meist­ara­flokki og lék 48 lands­leiki fyr­ir Ísland, skrifaði falleg minningarorð um læriföður sinn, hinn goðsagnakennda handboltaþjálfara, Boris Bjarna Akbachev, sem lést á dögunum, 89 ára að aldri.

Blessuð sé minning hans.

Björgvin gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færslu sína. Hana má lesa hér:

„Einstakur maður er nú fallinn frá, Boris Bjarni Akbachev. Hann kom inn í líf mitt árið 1989 þegar ég var nýorðinn 17. ára. Að fá slíkan þjálfara á þessum mótunarárum var ómetanlegt. Ég var hluti af mjög sterkum 72 árg. Breiðabliks í fótbolta en Boris var ekki lengi að selja mér hugmyndina að velja handboltann.

Boris þjálfaði m.fl. Breiðabliks frá 1989-1992 og betri þjálfari vandfundinn, allavega vorum við yngri leikmennirnir himinlifandi en þeir eldri voru ekki alltaf að átta sig hvað var í gangi. Ég man eftir viku æfingaferð á Laugarvatn þar sem við æfðum þvisvar á dag!!
Boris var kennari af guðs náð og má segja að hann hafa byrjað á því fyrsta árið að kenna okkur Blikastrákum að kasta og grípa. Hring eftir hring hlupum við í sendingaræfingum i Digranesinu, já góðar minningar. Mikið lagði hann upp úr því að mæta vel á æfingar og æfa aukalega. Einu sinni sleppti ég laugardagsæfingu því það var laufabrauðsdagur hjá fjölskyldunni í Birkihvamminum, sú mistök voru ekki gerð aftur.
Eftir æfingar keyrði ég hann oft heim og þá fékk maður 15-30 mín spjall um hvernig bæta mætti eitt og annað inn á vellinum en ekki síður hvernig íþróttamaður ætti að hugsa og lifa lífinu. Þessa visku tók maður með sér út í lífið og það var dýrmætt.
Það var vandamál að fá besta þjálfarann svona snemma á ferlinum því allir sem á eftir komu voru dæmdir út frá læriföður mínum. Síðar náði ég að endurnýja kynnin við þann besta þegar hann var aðstoðarþjálfari landsliðsins þegar Þorbjörn Jensson þjálfaði liðið.
Eftirfarandi saga lýsir þessum stóra karakter vel. Á mínu fyrsta ári í m.fl. spiluðum við mjög sterkt lið Selfoss í 2. deildinni. Eftir leikinn var ég ansi montinn með mig eftir að hafa skoðað 8 mörk úr 9 skotum. En Boris var ekki eins ánægður og tók mig á teppið fyrir að hafa klikkað á þessu eina skoti og útskýrði hvað ég hefði gert rangt og ég hefði einfaldlega verið heppinn i hinum skotunum. Það er alltaf hægt að gera betur.
Ég vil votta Olgu og fjölskyldu Boris innilegar samúðarkveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -