Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Björn Ingi sakaður um hatur í Kastljósinu: „Útlendingar leggja meira á heilbrigðiskerfið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í pistli Björns Inga Hrafnssonar, blaðamanns sem birtist í Viljanum í gær, talar hann um bleika fílinn í stofunni og er þá að vísa í grein sinni til útlendinga sem búa á Íslandi, og að hans sögn hafa neitað að fá bólusetningar.

Þar segir hann:

„Bleiki fíllinn í stofunni tengist svo stöðunni á Landspítalanum. Þar er allt af sligast undan álagi og þurfti ekki COVID-19 til.

Nú fjölgar á gjörgæslu og það sem enginn þorir að nefna, en þarf samt að gera, er að flestir þeirra sem veikjast alvarlega núna, eru útlendingar sem vinna hér og hafa íslenska kennitölu, en gera annars lítt eða ekkert með sóttvarnaráðstafanir okkar samfélags; neita að fá bólusetningar og leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til.“

Joanna Marcinkowska, verkefnastjóri ráðgjafastofu innflytjenda var spurð út í þessi orð í Kastljósinu í kvöld og sagði að svona orðræðu væri hægt að tengja við útlendingahatur. Fyrst og fremst er talað um útlendinga með íslenskar kennitölur sem hafa rétt á allri þjónustu og að það sé alls ekki rétt að tala um þetta mál í þessu samhengi.

Þeir sem hafa ákveðið að setjast hér að, eru að vinna hér og eru með íslenska kennitölu, greiða skatta eins og allir aðrir og eiga því rétt á sömu réttindunum.

- Auglýsing -

Þórólfur sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkisstjórnin hefur enn ekki fest það í lög að fólki sé skylt að þiggja bólusetningu. Svo það er ekki rými fyrir orðræðuna að fara í þessa átt. Sérstaklega ef orðræðan byggist á tilfinningunni einni en ekki á vísindalegum tölum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -