Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Borga 713 milljónir eða sitja inni í eitt ár: „Býst við að fæstir væru í vandræðum með valið!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á dögunum var verktakinn Þorkell Kristján Guðgeirsson dæmdur til að greiða 713 milljónir króna á innan við fjórar vikur ellegar sitja í fangelsi í ár. Hlaut hann dóminn vegna lögbrota í rekstri tveggja félaga sinna. Björn Birgisson samfélagsgrýnir veltir fyrir sér hvorum kostinum fyrir sig.

Björn Birgisson.

Sjá einnig: Verktakinn sem lét fólk sofa í svefnskápum: Þorkell fær fjórar vikur til að greiða 713 milljónir

Í nýrri færslu veltir samfélagsrýnirinn beitti, Björn Birgisson fyrir sér dóminum yfir Þorkeli Kristjáni. Vill hann meina að báðir kostirnir, það er að segja það að þurfa að borga 713 milljónir eða að sitja í fangelsi í eitt ár, vera slæma kosti. Hins vegar sé valið varla erfitt. Færsluna má lesa hér að neðan:

„Manni er með dómi gert að borga 713 milljónir króna innan fárra vikna eða að öðrum kosti sitja í fangelsi í eitt ár.

Tveir kostir, báðir slæmir auðvitað.
Borga sem nemur 59,4 milljónum á mánuði í eitt ár.
Eða.
Vera frelsissviptur, borga ekkert og vera í fríu húsnæði og fæði í eitt ár.
Nokkurn veginn þannig lítur dæmið út.
En er dómur um ár í fangelsi nokkuð annað en dómur um setu í fangelsi í fáeina mánuði?
Býst við að fæstir væru í vandræðum með valið!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -