Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Verktakinn sem lét fólk sofa í svefnskápum: Þorkell fær fjórar vikur til að greiða 713 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorkell Kristján Guðgeirsson á að borga 713 milljónir króna í sekt vegna lögbrota í rekstri tveggja félaga sinna. Hann hefur fjórar vikur til að greiða sektina eða fara í fangelsi í eitt ár. Þá fékk hann tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi  Þorkel í gær. Þorkell neitaði sök í máli annars félagsins en taldi að annar starfsmaður hefði framið brotið. Sá hafnaði því og vísað á Þorkel.

Í desember 2021 var Þorkell ákærður fyrir að meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldslögum í rekstri Smíðalands ehf og starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. Alls námu meint svik 260 milljónum króna.

Við réttarhöldin varði Þorkell sig með því að hann glímdi við kulnun. Heimilislæknir ákærða mætti fyrir dóminn og staðfesti að hafa greint hann óvinnufæran. Ákærði bæri merki um kulnun og „takmarkað starfsminni“. Læknirinn sagði þetta ástand hafa þróast á fullorðinsaldri, hafa getað varað í langan tíma og stafa að hluta af miklu starfsálagi. Á grundvelli fyrirliggjandi meðferðar gæti læknirinn ekki staðfest minnistap eða minnisleysi ákærða, en taldi hann bera merki um „skert
starfsminni“ vegna álags og kulnunar.

Þorkell var á sínum tíma sakfelldur fyrir lögbrot við rekstur starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. með því að hafa látið starfsfólk búa einskonar svefnskápum í húsnæði við Smiðshöfða.Hann fékk fimm mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brotin.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -