Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Bubbi ósáttur við móðurfélag Arnarlax:„Fyrst færðu heilan fjörð gefins, svo eyðileggurðu náttúruna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bubbi Morthens er síður en svo sáttur við að móðurfélag Arnarlax hafi í gær verið skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi.

Tónlistargoðsögninn og laxveiðimaðurinn Bubbi Morthens birti frétt frá Vísi í gær þar sem sagt er frá því að Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, hafi í gær verið skráð á Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn á Íslandi.

Við fréttina skrifaði Bubbi færslu þar sem hann segir að svona nokkuð gerist bara á Íslandi. „Fyrst færðu heilan fjörð gefins, svo eyðileggur þú náttúruna,“ skrifaði hann og sagði það gert með stuðningi íslenskra stjórnmálaflokka.

Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Svona gerist bara a Íslandi fyrst færðu heilan fjörð gefins svo eiðileggur þú náttúruna allt með stuðning íslenskra flokka í pólitík síðan færðun lífeyrissjóði til að leggja pening í þessa gjafar jötu síðan ferðu á markað og selur fólkinu gjöfina og hlæjandi ferðu í bakann einu sinni á dag spilling nei nei þetta er Ísland“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -