Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Héraðsdómur birti dóminn yfir Magnúsi Aroni: Myrti nágranna sinn með hrottalegum hætti í Barðavogi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Aron Magnússon var dæmdur í 16 ára fangelsi auk þess að vera gert að greiða 31,5 milljónir krónur í miskabætur fyrir morð á nágranna sínum að heimili þeirra í Barðavogi í Reykjavík.

Í frétt á RÚV.is kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi birt dóminn í gær og þar hafi komið fram að árás Magnúsar Arons hafi jafnt verið ofsafengin og hrottaleg. Eftir umfangsmikið mat þriggja geðlækna og eins sálfræðings var Magnús metinn sakhæfur og töldu matsaðilar að refsing gæti borið árangur. Héraðsdómur sá þó ástæðu til þess að nefna það að ekki sé útilokað að alvarleg veikindi hefðu verið í uppsiglingu hjá honum. Það sé því mikilvægt að við fullnustu refsingar hans verði litið til stöðu hans og þess gætt að hann fái þá heilbrigðisþjónustu sem hann þurfi á að halda.

Í dómnum segir að Fangelsismálastofnun geti heimilað að fangi sé vistaður tímabundið eða allan refsitímann á viðeigandi heilbrigðis-eða meðferðarstofnun. Visst úrræðaleysi hefur ríkt á Íslandi er varðar andlega veika fanga. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað aðgerðir í viðlíka málum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -