Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Dísella hlaut Grammy-verðlaunin: „Þetta er hin fullkomna saga um réttan tíma og réttan stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dísella Lárusdóttir hefur í mörg ár starfað hjá Metropolitanóperuhúsinu í New York og fékk í vor ásamt Grammy-verðlaun ásamt samstarfsfólki fyrir uppsetningu Metropolitan-óperunnar á verki Philips Glass, Akhnaten. Dísella hefur þó mest verið heima frá því að Covid-faraldurinn skall á og hér býr fjölskyldan. Í viðtali við Reyni Traustason talar hún meðal annars um tónlistina, verðlaunin, ráðlegginginum sem hún vildi ekki fara eftir og skrýtna tímabilið. Hér er brot úr viðtalinu.

Grammy-verðlaunin

Lulu.

„Þetta áttu að vera átta sýningar og það voru tvær sýningar lausar fyrir staðgengilinn.“ Hún segist hafa verið mjög spennt. Svo var hringt í Dísellu í árslok 2018 og var henni tjáð að það yrðu bara fimm sýningar á Lulu. „Það var búið að kippa mínum tveimur sýningum út. En sem málamiðlun af því að þeir vildu ekki að ég yrði fúl þá ákváðu þeir að bjóða mér annað hlutverk. Ég var ferlega svekkt af því að Lulu er svo flott hlutverk.“ Henni var boðið hlutverk Queen Tye í óperunni Akhnaten eftir Philip Glass. „Þetta var eiginlega bara heppni vegna þess að það átti að sýna Lulu frá janúar til mars 2021 en þá var Met lokað vegna Covid þannig að sýningin var aldrei sett upp. Hins vegar var það Akhnaten sem við fengum Grammy-verðlaunin fyrir. Þetta er hin fullkomna saga um réttan tíma og réttan stað. Þannig að ég er mjög sátt eftir á að hyggja.“

Jú, Dísella hlaut Grammy-verðlaunin ásamt samstarfsfólki fyrir uppsetningu Metropolitan-óperunnar á verki Philips Glass, Akhnaten. Verðlaunin eru fyrir bestu óperuupptökuna en Dísella lék burðarmikið hlutverk í óperunni, einmitt hlutverk Queen Tye eins og þegar hefur komið fram.

Hvernig er að vinna svona stór verðlaun?

„Þetta er bara súrrealískt. Ég held ég átti mig ekki á því ennþá. Maður er allt í einu kominn inn í eitthvað „society“ og farinn að fá tilkynningar um hvar næstu Grammy-verðlaun verða tilkynnt. Maður er kominn í einhverja lúppu. Það er skrýtið. Það er verið að tala um mann sem kollega. Æ, ég veit það ekki. Þetta er bara súrrealískt. Þetta er dásamlega skemmtilegt en ég læt þetta ekkert stíga mér til höfuðs. Ég er alveg með fæturna á jörðinni. Mér finnst ég ekki vera búin að sýna allt sem í mér býr þannig að ég er ennþá að reyna að bæta mig.“

Fussaði við þessu

Dísella er spurð hvort hún hafi snúið bakinu við dægurlögunum þegar hún varð klassísk söngkona.

„Mér var ráðlögð alls konar vitleysa þegar ég var í skóla. Þetta var fyrir allar þessar byltingar eins og MeeToo. Heimurinn er búinn að breyast svo svakalega; ég tala nú ekki um eftir Covid. Á þessum tíma var mér ráðlagt að tala ekki um það ef ég ætti mann og tala ekki um að ég vildi fjölskyldu.“

Það var verið að gera út á kvenímyndina. „Algjörlega. Ég fussaði við þessu; einhver íslensk remba í mér. Og ég tók ekki þátt í þessu. Ég eignaðist barn þegar ég var að byrja minn frama og var opinberlega gift og tók son minn með mér hvar sem ég söng.“ Eiginmaðurinn á þeim tíma var Teddy Kernizan en þau Dísella skildu síðar. Lárus Bjartur, sem er 12 ára, er sonur þeirra. „Við erum ennþá í góðu sambandi og erum „coparenting“. Þetta er erfitt á milli landa en við erum að reyna að skiptast á.“ Sonur þeirra er önnur hver jól hjá föður sínum og segir Dísella að hann hitti föður sinn alltaf á sumrin. Maður Dísellu í dag er Bragi Jónsson og eiga þau tvö börn saman. Jökull Orri er sjö ára og Snædís Lind er að verða tveggja ára. „Með báða strákana var meðgangan ekkert mál en svo kom stelpan. Ég veit ekki hvort það sé af því að hún er stelpa eða af því að ég er aðeins eldri; ég gat ekki setið síðustu þrjá mánuðina. Ég varð ýmist að standa eða liggja. Það var mjög erfitt. Ég er vön að eiga við brjósklos og yfirleitt þegar ég fæ verk í bakið þá fer ég út að labba og labba verkinn af mér en í þetta skipti var þetta ekki það. Þetta var einhver taugaverkur og hann versnaði með því að ganga. Ég vissi það ekki fyrr en ég fór til sjúkraþjálfara að ég væri að gera þetta verra með því.

Hægt er að lesa forsíðuviðtalið í heild sinni í vefútgáfu blaðsins með því að klikka hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -