Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Elísabet er loksins komin heim af spítala: „Ég er komin heim og þvílíkar móttökur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn, ljóðskáldið og leikritaskáldið Elísabet Jökulsdóttir er heldur betur ánægð með móttökurnar eftir að hún kom heim af spítala.

Elísabet Jökulsdóttir er komin heim af spítala eftir bakslag sem hún varð fyrir eftir að hún fékk grætt í sig nýra. Eftir að hafa dvalið á spítalanum í tvo mánuði og tíu daga er hún loksins komin heim. Segir hún í færslu á Facebook að læknirinn hafi sagt henni að „nýrað heldur vatni.“

Túlípanavöndur beið hennar er hún kom heim í gær en hann var frá Unni Ösp Stefánsdóttur leikara og leikstjóra. Þá þrifu nágrannar Elísabetar allt hátt og lágt hjá henni áður en hún kom af spítalanum. Færsluna má lesa í heild hér að neðan.

„Ég er komin heim og þvílíkar móttökur, á stofuborðinu beið túlípanavöndur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem var að þakka fyrir Saknaðarilm. Fólk hefur komið hingað með blóm og gjafir í tilefni af bókinni, það er YNDISLEGT …. ❤ Um daginn fékk ég lítið málverk um vegna bókarinnar. En það sem gladdi mig ósegjanlega var að Ása vinkona mín og nágrannakona kom með heitar PÖNNUKÖKUR MEÐ SULTU OG RJÓMA, jarðarber og dásamlegan hug, svo fyrsta sem ég gerði var að hella uppá og spæna í mig pönnukökur. En vert er að geta þess að um leið og ég kom innúr dyrunum blasti við HVAÐ ALLT VAR HREINT, SKÚRAÐ OG ÞVEGIÐ UPP, þetta var verk nágranna minna Sissa og Bigga en Biggi hafði auk þess vökvað blómin og séð um það að alllt væri í lagi. DÁSAMLEGT að vera komin heim og nú snjóar og ég hellti syngjandi uppá kaffi.“

Mannlíf óskar Elísabetu til hamingju með heimkomuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -