Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Fjölskylda Brians komin með lögfræðing: „Kjarninn í þessu sé að hann er handtekinn án ákæru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda Brians sem handtekinn var á aðfangadag án persónuskilríkja, er komin með lögfræðing í málið.

Sjá einnig: Brian var handtekinn á aðfangadagskvöld að ósekju: „Þau þurftu að vita það af því hann er svartur“
Sjá einnig: Lögreglan kannast ekki við frásögn af handtöku Brians – Sofandi aðili handtekinn í Austurbænum

Þórunn Helgadóttir segir í samtali við Mannlíf að fjölskyldan sé komin með lögfræðing vegna handtökunnar á stjúpsyni hennar, Brian en lögreglan lét hann dúsa í fangaklefa á aðfangadagskvöld vegna þess að hann var ekki með persónuskilríki. Brian er frá Kenía en hefur dvalið hér á landi frá árinu 2014.

„Já við erum komin með lögfræðing sem sérhæfir sig í svona málum. Hann segir að kjarninn í þessu sé að hann er handtekinn án ákæru. Það er ekki ákæra að vera ekki með skilríki á sér.“

Þá segir Þórunn að lögreglan hafi ekki farið eftir meðalhófsreglunni. „Þar fyrir utan er til eitthvað sem heitir meðalhófs regla. Það að stinga einhverjum í fangaklefa á aðfangadagskvöld án einhvers sem leiðir til ákæru er langt handan við það. Hann sem sagt mun fara vel ofan í málið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -