Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Fyrrverandi ráðherra býður allt að 20 Grindvíkingum gistingu: „Þetta er þér líkt, öðlingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björgvin G. Sigurðsson býður Grindvíkingum gistingu fyrir allt að 20 manns.

Eins og alþjóð veit var Grindavíkurbær rýmdur í gærkvöldi vegna mögulegs eldgoss og er bærinn nú tómur af íbúum. Íslendingar hafa komið saman frá því að ákveðið var að rýma Grindavík, og hafa margir þeirra boðið Grindvíkinga velkomna á heimili sín en Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var búinn til í skyndi og hefur sá vettvangur reynst mörgum vel en þar má aðstoða Grindvíkinga á ýmsa vegu, meðal annar sem því að hýsa þá.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar er einn af þeim sem býður fram aðstoð sína en hann birti Facebook-færslu þar sem hann bauð fram gistingu næstu daga fyrir 15 til 20 manns. Hefur hann hlotið mikið lof í athugasemdum við færsluna en þar hafa fleiri boðið fram aðstoð sína. Einn skrifaði eftirfarandi athugasemd: „Þetta er þér líkt, öðlingur.“

Færsluna má lesa hér að neðan:

„Ef íbúa úr Grindavík vantar gistingu næstu daga og vikur getum við lagt hana til fyrir 15-20 manns í Skarði – Skeið – Gnúp (34 km frá Selfossi á leið að Flúðum) 8 Selfossi og 6 manns í Stykkishólmi.

Hús í Skarði sem tekur 10, laust á sunnudaginn, tvær íbúðir fyrir 4 á Selfossi, 3 smáhýsi sem geta verið í 2-4 í Skarði.
Í Stykkishólmi íbúð fyrir 6 manns, þrjú tveggja manna herbergi, laus á sunnudaginn.
34 gistiými í heildina á þessum 3 stöðum.
Er með síma 8635518.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -