Mánudagur 5. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Gerir stólpagrín að menningarnámi og fitusmánun: „Við þurfum að taka til, hreinsa söguna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Sprengjan sem þurrkaði út Nagasaki 9. ágúst 1945 fékk heitið Feiti maðurinn (Fat man). Eflaust mætti finna betri orð til að þýða enska heitið, t.d. Ístrubelgurinn, Bumban, jafnvel götuleg heiti eins og Fitubollan eða Hlunkurinn. Þetta má diskútera lengi á meðan við reynum að gleyma því að þessi frumstæða sprengja, samkvæmt nútímastandard, drap samstundis næstum 40 þúsund manns og fleiri á eftir.“ Svona byrjar færsla sem Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks skrifaði á Facebook á dögunum. Í henni gerir hann óspart grín að umræðunni um menningarnám og fitusmánun.

Kristinn hélt áfram:

„Við getum líka einbeitt okkur að sjá í þessari nafnagift skömmun á þeim sem eru í yfirvigt. Jafnvel breyta sögunni og hætta að vísa í „vaxtarlag“ sprengjunnar og hliðra sögubókunum með leiðréttingum eins og nú eru stundaðar á barnabókum Roald Dahls en þar hefur orðið „feitur“ einmitt verið tekið út, af tillitssemi við fólk með háan þyngdarstuðul.

Einu sinni skrifaði ég um sláandi niðurstöður sem sýndu að börn á Vesturlöndum skoruðu óþægilega hátt á vigtinni og gætu átt skemmri og verri ævi en foreldrarnir. Ég nefndi þetta offitufaraldur og vísaði í grein frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) þar sem talað um „obesity epidemic“. Samtök um líkamsvirðingu létu strax í sér heyra og upphófust miklar rökræður um óheppilega orðanotkun. Ég sónaði út í þeirri umræðu, hugsaði um Sigurjón Digra þeirra Stuðmanna og sönglaði í kollinum „Hann er kominn að niðurlotum vegna fitu“. Svo gleymdist alveg að ræða sjúkdómana og dauðsföllin sem fylgja aukakíkóunum enda mikilvægast að sýna líkunum líkamsvirðingu.“

Því næst snéri Kristinn sér að Ladda sem á árum áður gerðist sekur um bæði menningarnám og fitusmánun:

„Við þurfum líklegast að gera stórhreinsun í íslenskri menningarsögu því hún er útbíuð af fituskömmun og einna verst, að oft fer hún saman við kvenfyrirlitningu. Nagasaki sprengjan hét að minnsta kosti ekki Feita konan sem hefði verið tryllingslega yfirdrifin skömmun. Þannig sungu Kátir piltar „feitar konur/unna mér í tonnavís“ (á plötunni Einstæðar mæður, 1988) en Laddi var langverstur með laginu „Of feit fyrir mig“ (á samnefndri plötu frá 1990).

Á þeirri plötu gerðist Laddi einnig sekur um eitt versta menningarnám Íslandssögunnar, áður en hugtakið var fundið upp, með laginu um Grínverjann sem er smánarleg niðurlæging á kínversku þjóðinni. Til að kóróna skömmunina brá Laddi fyrir sig gulu andliti (yellowface). Í samanburði við það menningarlega þjóðarmorð er yfirstandandi glæpur Íslensku óperunnar smávægilegt hnupl.“

Í kaldhæðnum lokaorðum sínum beinir ritstjórinn spjótum sínum að Asíu en hann fullyrðir að byrjað sé að undirbúa hernað við Kína sem verði eftir tvö til þrjú ár.

„Við þurfum að taka til, hreinsa söguna og einbeita okkur núna sérstaklega að Asíu. Það er byrjað að undribúa að fara með hernaði gegn Kína eftir 2-3 ár og því verðum við og okkar perluvinir og bandamenn, að vera með það á hreinu að sýna nærgætni þegar við köstum kjarnorkusprengjum á Kína. Passa sérstaklega að nöfnin á sprengjunum triggeri ekki ónot hjá okkur.
Eyðum með virðingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -