„Er þetta það sem koma skal á Íslandi?“ spyr Gústaf Níelsson, sagnfræðingur, fylgjendur sína á Facebook.
„Hér getur að líta unga karla frá Palestínu. Þeir hafa ekki dýft hendi í kalt vatn árum saman, eru lygarar og loddarar, sem lifa á íslenskum bótum,“ með færslunni hengir hann umdeilda frétt frá Mbl undir yfirskriftinni, Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu. María Lilja Ingvaldar-Þrastardóttir Kemp lagt fram kæru til siðanefndar Blaðamannfélagsins, vegna fréttarinnar og þá meðal annars vegna myndavalsins.
Tengd frétt:
María Lilja kærir mbl til siðanefndar vegna fréttar: „Til þess fallin að kynda undir kynþáttahatur“
Ísland undir árás öfgamanna
Gústaf Níelsson spyr einnig að því hvort enginn stjórnmálamaður ætli að skilja að landið er undir árás öfgamanna: „Þeir forsmá Alþingi og friðhelgi þess og hafa í hyggju að láta alþingismenn ganga undir palestínskum fána, er þinghald hefst eftir helgi. Það er markmið þeirra og nýr borgarstjóri aðstoðar þá dyggilega.“
Verði þeim leyft að mótmæla án frekari afskipta hvetur Gústaf almenning til að gera eitthvað í málinu:
„Hafi stjórnvöld ekki döngun í sér til þess að fjarlægja þessar tjaldbúðir af Austurvelli væri réttast að almenningur tæki það verk að sér í krafti borgaralegrar óhlýðni.“
Hér að neðan má sjá færslu Gústafs í heild: