Miðvikudagur 11. september, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hefndarklámskúganir herja á einhleypa Íslendinga: „Fór í full on panic mode. Ofandaði og allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjárkúgunarbylgja virðist ríða yfir á stefnumótaforritum. Æ fleiri Íslendingar eru að lenda í óprúttunum aðilum sem beita óheiðarlegum aðferðum til að nálgast nektarmyndir af fórnarlömbum sínum og í framhaldinu hóta að deila myndunum til vina eða fjölskyldu fórnarlambanna, ef ekki er greitt lausnargjald fyrir. Í samtali við Mannlíf lýsir íslenskur karlmaður raunum sínum og þá skömm sem hann upplifði við reynsluna:

„Við mötsuðum á Tinder en eftir smá spjall bað hún um Instagrammið mitt og Snapchat“.
Viðmælandinn sem er á fimmtugsaldri útskýrir að konan var skráð á stefnumótaforritinu sem 28 ára en hafði viðurkennt síðar í samtalinu þeirra á milli að hún væri í raun 21 árs, en að hún heillaðist af eldri karlmönnum og hefði þar af leiðandi logið til um aldur sinn. Samtalið þeirra á milli var á ensku þar sem konan sagðist vera pólsk en að hún ætti ættingja á Íslandi sem hún væri að koma að heimsækja eftir örfáa daga.

Samtalið gekk hratt fyrir sig og tenging þeirra á milli sömuleiðis. Hann lýsir því að hún hafi snemma óskað eftir því að færa samskiptin yfir á annan miðil. Vinsælt er færa sig annað þar sem Tinder býður til dæmis ekki upp á myndasendingar. Stakk hún upp á Snapchat og Instagram og tengdust þau á báðum miðlum.

Þau héldu samtali sínu áfram á Snapchat. Þar hafði hún fljótlega sent honum andlitsmynd og hann sendi henni sömuleiðis. „Svo sagðist hún ætla að stökkva í sturtu og sendi mér nektarmynd úr sturtu,“ útskýrir hann og segist hafa upplifað samtalið allt mjög raunverulegt.

„Svo sendi hún aðra nektarmynd þegar hún var „komin úr sturtu“ … og bað mig að senda sér,“ lýsir viðmælandinn og undirstrikar að vera ekki vanur að gera slíkt en að hann var hrifinn með og upplifði samtalið öruggt. Pólska stúlkan hafði því næst óskað eftir typpamynd, og hann varð við bón hennar. Samtalið færist því fljótt yfir í kynferðislegar lýsingar, þrár og væntingar.

Hafði sigtað út börnin hans

„Allt í einu out of the blue fæ ég skilaboð frá henni á Snapchat þar sem hún er með fullt af skjáskotum af samskiptum okkar og á sama tíma fæ ég boð um inngöngu í spjallgrúppu á Instagram“. Konan hafði þá tekið afrit af öllum samskiptunum þeirra á Snapchat og vistað myndirnar sem hann hafði sent henni. Hún hafði auk þess nálgast vini hans og ættingja í gegnum fylgjendahópinn hans á Instagram og stofnað þráð með þeim öllum – þar á meðal börnum hans.

- Auglýsing -

Því næst hótaði hún að deila myndunum í hópspjallið ef hann myndi ekki greiða henni 200 dollara eða rúmar 27 þúsund íslenskar krónur. Hún gerði það afar ljóst fyrir honum að hún vissi hver börn hans væru og nafngreindi þau. Fát kom á manninn sem bað hana vægðar og að hinkra augnablik: „Þá varð hún agressív og sagðist ekki „fucking“ bíða neitt, börnin mín muni fá þetta líka.“

Aðspurður um innihald samskiptanna og ljósmyndirnar segir hann: „Ekkert afbrigðilegt en vandræðalegt ef allir vissu“.

„Ég fór í full on panic mode. Ofandaði og allur pakkinn,“ útskýrir viðmælandinn og lýsir þeirri skömm sem sótti á hann. Varnarlaus og ráðalaus yfir aðstæðunum upplifi hann algjöra uppgjöf. Sjálfur í fjárhagskröggum var hann auk þessa meðvitaður um þá gildru sem hann var kominn í – ef hann greiddi henni myndi hún krefjast meira. Hann skrifaði stúlkunni og lét hana vita að hún gæti gert það sem hún vildi; Hann ætti ekki pening og myndi ekki borga. Að endingu lokaði hann á hana bæði á Instagram og Snapchat.

- Auglýsing -

Upplifði tvöfalda skömm

„Ég var skíthræddur daginn eftir því ég var ekki viss hvort hún hefði sent þetta á vini mína á Instagram og á börnin mín,“ og útskýrir og segist jafnframt hafa upplifað djúpstæða og tvöfalda skömm.

„Fyrst að hafa verið svona vitlaus að láta plata mig og svo skömmin yfir því að fólk muni nú sjá mig nakinn“.

Hann leitaði ráða hjá fjölskyldumeðlimi sem náði að róa hann og auk þess hafði hann lesið sig til um viðlíka dæmi og hvernig best væri að aðhafast í slíkum aðstæðum.

Fjölmargir deila sárri reynslu

Töluverður hópur Íslendinga hefur upplifað slíkar hótanir og á dögunum leitaði ráðþrota einstaklingur ráða á fjölmennum hópi á Facebook. Þar óskaði hann eftir leiðbeiningum um hvernig best væri að snúa sér í slíkri fjárkúgunaraðgerð. Í athugasemdum við færsluna kom í ljós að stór hópur hafði upplifað slíkt og bentu á að hafa samband við lögreglu eða aðhafast ekki neitt.

Á ensku kallast slíkar fjárkúgunaraðferðir sem þessi sextortion og er það skilgreint sem kúgunaraðferð með hefndarklámi. Þá er bent á að aldrei skuli greiða þeim sem beitir ofbeldinu né heldur að senda þeim fleiri upplýsingar eða ljósmyndir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -