Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Helga Vala kemur fjárglæpamanni til varnar: „Öllum getur okkur orðið á í lífinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir að sér lítist ekki á blikuna hvað varðar viðhorf samfélagsins til glæpamanna og endurkomu þeirra í samfélagið. Á Facebook deilir hún frétt Vísis um Árna Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍR, en hann var dæmdur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvott í því starfi. Vísir greinir svo frá því að í dag hann sé enn liðsstjóri knattspyrnuliðs ÍR. Hann hafi til að mynda keyrt liðsrútuna til og frá flugvellinum á Egilsstöðum á dögunum.

Helga Vala gagnrýnir þennan fréttaflutning og skrifar: „Hér er það gert að frétt að einstaklingur sem dæmdur var fyrir fjárdrátt sé að sinna sjálfboðastarfi í þágu íþróttafélags. Ég verð að segja eins og er að mér líst illa á þá þróun sem virðist vera að verða á samfélagi okkar að þeir sem á einhvern hátt misstíga sig eigi enga von um endurkomu út í samfélagið. Er það í alvöru frétt að maðurinn sé að aka rútu og steikja hamborgara fyrir liðið sem hann fylgir?“

Hún segir mikilvægt að hugsa til þess að öllum getur orðið á í lífinu. „Af hverju er það frétt, nema kannski að félagið treystir honum vel þrátt fyrir þau augljósu mistök (já og lögbrot) sem hann gerði og lærði vonandi af. Ég aðhyllist ekki félagslega útskúfun af þessu tagi. Maðurinn nýtur mögulega ekki trausts til að fara með fjárreiður félagsins í bili, gott og vel, en við ættum aðeins að hugsa um hvort við eigum ekki að viðurkenna að öllum getur okkur orðið á í lífinu og það verður að vera leið tilbaka á beinu brautina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -