Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Helgi Seljan sýnir klærnar – Lögreglan vildi ekki bjarga smábarni úr læstum bíl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Reykjavík sinni ekki útkalli þar sem óskað var eftir hjálp við að ná tveggja ára barni út úr læstri bifreið. Þetta fullyrðir Helgi Seljan blaðamaður í harðorðum og beinskeyttum leiðara Heimildarinnar.

„Fyrir ekki svo löngu gerðist það að barn á leikskólaaldri læsti sig óvart inni í bíl við leikskóla í borginni. Þeir í hópi viðstaddra sem voru komnir yfir fertugt töldu strax rétt að hringja í lögregluna eftir aðstoð,“ skrifar Helgi þar sem hann fjallar er um þá fjarlægð sem skapast hefur á milli lögreglunnar og almennings. Í grein sinni nefnir Helgi atvikið sem átti sér stað við leikskólann þar sem ákveðin örvænting var ríkjandi vegna barnsins í bílnum. Lögreglan reyndist ekki vera sá bjargvættur sem vonast var til.

„Þau svör fengust hjá lögreglunni að hún væri beinlínis hætt að opna bíla fyrir fólk sem lenti í að læsa lykla inni í bílum sínum. Lögreglan sem svaraði benti einfaldlega á fyrirtæki sem tæki að sér að draga bíla, sem gæti mögulega aðstoðað,“ skrifar Helgi en tilgreinir ekki hvar atvikið átti sér stað.

Hann segir að þegar lögreglunni var bent á að með lyklunum væri tveggja ára barnhafi lögreglan talið að það skipti ekki máli nema um bráða lífshættu væri að ræða. Þá hins vegar kæmi lögreglan eingöngu til þess að brjóta bílrúðu til að nálgast barnið.

„Lögreglan þjónustar ekki lengur þá sem þurfa að opna læsta bíla, jafnvel þótt þar sé lítið barn. Hún er hins vegar tilbúin að nota eitthvert vopna sinna til að mölva rúðu í bílnum,“ skrifar Helgi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -