Sunnudagur 21. júlí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Hrun í útgáfu þýddra verka: „Stor­ytel er eins og stórt skrímsli sem er að éta hann upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við verðum að átta okk­ur á því að þetta efni er ekki ókeyp­is og á ekki að vera það. Núna er það und­ir­verðlagt og þá hef­ur eng­inn í keðjunni nóg til að lifa af, hvorki út­gef­end­ur né höf­und­ar og í raun og veru ekki streym­isveit­an held­ur. Markaður­inn hér á landi er lít­ill og viðkvæm­ur og Stor­ytel er eins og stórt skrímsli sem er að éta hann upp,“ segir Margrét Tryggvadóttir formaður rithöfundasambandsins í viðtali við mbl.is.

Algjört hrun hefur orðið á útgáfu þýddra skáldsagna hér á landi en Morgunblaðið greindi frá að titlum hafi fækkað úr 201 niður í 100 á síðast liðnum tveimur árum. Nemur fækkunin því 45 prósentum. Margir íslenskir yndislesendur hafa fært sig yfir á lestrarbrettin eða yfir í hljóðbækur.

„Ég held að þetta sé afar hættu­leg þróun fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag. Það skipt­ir máli að við höf­um aðgengi að þýðing­um. Þær eru líka ís­lensk­ar bók­mennt­ir og í raun nokk­urs kon­ar gluggi út í heim, allt öðru­vísi en við fáum úr öðru afþrey­ing­ar­efni.“

Margrét telur að hugmyndin lága mánaðarlega greiðslu og endalaust aðgengi efnis sé ekki sjálfbær. Tekjur af streymi standi ekki undir kostnaði við þýðingar og útgáfu eins og er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -