Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Hussein Hussein má vera áfram: „Berskjaldaðir og jaðarsettir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannréttindadómstóll Evrópu útskurðaði í gær um Hussein Hussein.

Hussein Hussein þarf ekki að fara af landi brott strax en honum og fjölskyldu hans hafði verið vísað úr landi og áttu að halda til Grikklands í næstu viku. Hussein Hussein er fatlaður og notast við hjólastól. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að brottflutningi Hussein og fjölskyldu skyldi frestað og vill fá svör frá íslenskum yfirvöldum um hvernig það verði tryggt að hann fái þak yfir höfuðið og heilbrigðisþjónustu í Grikklandi.

„Við fögnum þessu en óneitanlega finnst okkur leitt að það skyldi koma til þessa. Að okkar mati áttu íslensk stjórnvöld að vanda málsmeðferðina miklu meira og taka tillit til aðstæðna og þarfa þessa einstaklings, sem er fatlaður,“ sagði Árni Múli Jónasson, framkvæmdarstjóri Þroskahjálpar, um málið í samtali við RÚV

„Það var ekki litið til fötlunar þessa einstaklings — og þarfa sem af henni leiða — með fullnægjandi hætti áður en ákvörðunin var tekin. Þetta er að okkar mati ekki í samræmi við rannsóknarreglu íslenskra laga, sem er grundvallarregla í réttarríki, og aldrei mikilvægari en þegar um er að ræða mikilsverða hagsmuni einstaklinga sem eru berskjaldaðir og jaðarsettir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -