Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ingunn ekki reið árásarmanninum sem stakk hana: „Það kom eiginlega sjálfri mér á óvart”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingunn Björnsdóttir ber ekki kala til árásmannsins sem stakk hana að minnsta kosti 16 sinnum.

Eins og Mannlíf fjallaði um var Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, stungin ítrekað af nemanda sínum í ágúst. Var talið að hún hafi verið lífshættu og segja margir það hafa verið kraftaverk að hún hafi lifað árásina af. Ingunn segir hins að hún sé ekki reið árásarmanni sínum.

„Nei, það er svo merkilegt að hingað til hef ég ekki fundið til reiði í garð árásarmannsins. Ekki nokkra. Það kom eiginlega sjálfri mér á óvart,” sagði Ingunn í viðtali við DV um málið. Hún voni innilega að árásarmaður hennar fá alla þá aðstoð sem völ er á.

 „Ef maður horfir raunsætt á þennan atburð þá er ljóst að það er nánast tölfræðilega útilokað að hann eigi sér stað. Það væri óskynsamlegt að að grípa til of íþyngjandi aðgerða þó að það sé mikilvægt að draga lærdóm af þessu,” sagði Ingunn og vonast til þess að það verði ekki gripið til of harkalegra aðgerða út af þessu máli. „Háskóli er ekki lengur háskóli ef fólk getur ekki talað saman nema í gegnum glervegg eða eftir vopnaleit.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -